miðvikudagur, desember 20, 2006

Endalaus veikindi

Alltaf jafn sætur

5 ára afmælisbarnið

Sæt frændsystkin


Komin í jólafrí en síðasti skóladagur var í gær. AR aftur orðinn veikur og fór ég með hann til læknis á mánudaginn síðasta og fengum við pensilín og asmalyf því hann er kominn með þetta ofaný sig. Hélt nú að hann myndi nú lagast þegar hann fengi lyfin en litla greyjið er ennþá bara drullulasinn, með mikinn hita og kvef og hóstar alveg rosalega. Ég held ég verði að fara með hann aftur til dokksa á morgun, erum ekki alveg sátt við þetta. Aðeins tveir dagar í Íslandsför og ekkert sérstakt að þvælast með fárveikt barn.

Erum búin að fá lánaðan kerrupoka en hún Siri Seim var svo elskuleg að bjóða okkur einn svoleiðis að láni. takk kærlega, einum hluti færri að taka með.

Vorum að passa hana Kristjönu Elínu fyrripart dags og var það nú bara gaman, svo fyndið hvað þau geta potað í hvort annað á gólfinu, þ.e. hún og AR.

Börnin komin til pabba síns á Íslandi og hafa það eflaust þrælfínt, sú stutta verður 5 ára á morgun, enn einn afmælisdagurinn án hennar, fúlt en svona er þetta. Hlakka til að heyra í henni og þeim stóra á morgun.

Já, það má ekki gleyma afmælisbarninu henni Steinunni frænku en hún varð 31 árs þann 18. des. Innilega til hamingju með daginn um daginn elsku frænka og hlökkum til að hitta ykkur eitthvað um jólin.

Biðjum að heilsa í bili. Ævintýrafararnir.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

TAKK TAKK ;O) ÞAÐ ER SAMA SAGAN HÉRNA ALEX VAR AÐ BYRJA AÐ VEIKJAST Í GÆR OG SVO NÚNA Í KVÖLD FÉKK HANN HITA OG ER ALLUR STÍFLAÐUR Í NEFINU OG ÞREYTTUR OG ALVEG BÚINN Á ÞVÍ MAMMA PASSAR FYRIR MIG Í FYRRAMÁLIÐ ÞAÐ ER SÍÐASTI VINNUDAGURINN HJÁ MÉR FYRIR JÓL VIÐ HEYRUMST OG SJÁUMST YIR HÁTÍÐINA KVEÐJA OG KNÚS STEINUNN & ALEXANDER

12:52 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Innilega til hamingju með dótturina í dag... Hafði það sem allra best og góða ferð hingað heim..

9:08 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home