þriðjudagur, janúar 16, 2007

Allt of langt síðan

Já já, ég veit að það er langt síðan.
Það er allt fínt að frétta af okkur hérna í Höfninni. Ég er búin að vera í rúma viku í opgaveskrivning með tveim öðrum úr bekknum og skiluðum við ritgerðinni inn í gær. Nú höfum við tæpa viku til að undirbúa okkur fyrir framlæggelse og munnlegt próf sem við förum í næsta mánudag, kl. 9:45. Er orðin frekar spennt og hlakka meira til en að kvíða fyrir.
Húsbóndinn á heimilinu alltaf jafn kátur, vinnur, syngur og hugsar um okkur og heimilið þegar mamman þarf að fá frið til að stunda námið.
Kristófer er duglegur í skólanum, leggur sig mikið fram og við fáum annarslagið skilaboð heim að hann standi sig virkilega vel og sé duglegur. Síðustu daga hefur hann verið að lesa fyrir okkur hérna heima og verður sleipari og sleipari í því. Er alltaf að æfa sund og fékk diploma síðast fyrir að synda 25 metra bringusund án kúta. Byrjar á framhaldsnámskeiði næsta föstudag og svo fer hann líka alltaf í sund með frítiðsheimilinu á þriðjudögum þannig að við erum að rækta hér eitt stk. sundkappa.
Birtan okkar alltaf jafn kát. Er í skólahóp í leikskólanum á hverjum degi og eru þau að læra hitt og þetta sem tengist skólagöngu og undirbúa sig fyrir "stóra skólann". Þau fóru í heimsókn í børnehaveklassen í skólanum og þeim var boðið að koma upp á töflu og skrifa eitthvað. Mín var ekki lengi að rétta upp hendina og snaraði sér upp ásamt einni annarri en hún sagði að hinir væru svo feimnir að þeir þorðu því ekki, sérstaklega ekki strákarnir. Okkur finnst hún vera orðin svo spennt fyrir skólanum að hún vill helst byrja strax, er orðin soldið leið á leikskólanum. Er á miklu gelluskeiði þessa dagana, alltaf að mála sig með meiköppinu sem hún fékk í jólagjöf og spáir mikið í því hvort hún sé ekki fín og sæt. Erum að reyna að koma henni í danskóla eða á einhver námskeið tengd dansi en það ætlar að verða erfitt, er komin á biðlista þannig að nú bíðum við bara.
Af litla dýrinu honum Ara Rafni er nú bara margt og mikið að frétta af. Kominn með fjórar tennur, skríður hér útum allt tætandi og fiktandi í öllu og þar að auki fengum við létt sjokk fyrir nokkrum dögum síðan þegar litli stubbur stendur allt í einu upp fyrir framan okkur. Hann var við kistuna, togaði sig upp og endurtók leikinn tvisvar. Erum reyndar búin að fara með hann til dokksa því hann hóstar alltaf jafn mikið og fengum við meira asmameðal handa honum, vonandi virkar það.
Ég lofa að láta ekki svona langan tíma líða á milli blogga, þetta er bara svona stundum.

Biðjum að heilsa öllum. Ævintýrafararnir.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Kveðja frá Svíaríki

5:48 e.h.  
Blogger Lilja said...

Gott að fá fréttir af ykkur!
Knús og kram!

8:58 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Gangi þér vel með ritgerðar-kynninguna kæra frænka. Það er gaman að heyra af daglega lífinu ykkar það þarf ekki alltaf að vera eitthvað sérstakt að gerast

9:25 f.h.  
Blogger Hafdís Sig said...

Já það var nú mikið....he he.
Gott að það sé allt fínt að frétta af ykkur. Frábært að heyra að Kristófer gangi svona vel og ég sé nú Birtu alveg fyrir mér vera að pæjast eitthvað og svo er sá stutti bara að komast af ungbarnaaldrinum yfir á grallara og tæta í öllu aldeinum!
Kveðja Hafdís.

9:42 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home