sunnudagur, janúar 07, 2007

Vi er tilbage

Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla.

Erum komin heim aftur eftir yndislega Íslandsför. Setti hérna inn nokkrar myndir sem eru frá dvölinni:



Sjáiði bara hvað við erum rík



Borgarsandsbarnabörnin


Jólin

Afmælisveisla fyrir frænkurnar, Birta 5 ára og Magdalena 4 ára


Jólakrútt sem byrjaði að skríða

Skírn Kristjönu Elínar

Ævintýraferð til Ellu og Guðrúnar í Sandgerði, m.a. björgun á

fuglsunga......

..... og skoðun á strandskipi




Fallegu stelpurnar okkar

Og sætustu strákarnir okkar

Já, það var sko nóg að gera. Eyddum aðfangadegi heima hjá mömmu og pabba ásamt Erlu ömmu og Ara brósa þar sem pakkafjöldinn var yfir 100, ójá. Borðuðum hrikalega góðan hamborgarahrygg og með því og höfðum það bara rosalega fínt. Vorum líka þar á gamlárskvöld ásamt Ara brósa, Erlu ömmu, Lilju systir og fjölskyldu. Borðaður góður matur, skotið upp flottum flugeldum og svo skelltum við unga fólkið okkur í partý og á ball í Hvolnum, geggjað gaman.
Komum heim 2. janúar og erum búin að vera ansi þreytt alla vikuna. Ég byrjaði í skólanum þann 3 og K. þann 4. Ég er núna í ritgerðarsmíðum ásamt tveim bekkjarvinkonum mínum og erum við að skrifa ritgerð saman um skilnaðarbörn og eigum að skila henni 15. jan og svo viku seinna förum við í próf þar sem við eigum að framleggja ritgerðina okkar og svara spurningum kennara og prófdómara, spennó spennó.
Afmælisbörn vikunnar eru Erla Jóasystir en hún varð 45 þann 3 og Ella vinkona varð 32 líka þann 3. Siggi mágur hans Jóa og maður Erlu varð 47 ára þann 5. Innillega til hamingju með daginn öllsömul og takk fyrir síðast.
Ef maður lítur tilbaka til síðasta árs gerðist margt og mikið hjá okkur.
Trúlofun 9. febrúar á afmælisdegi Harðar afa
Litli prinsinn okkar fæðist 21. mars
Mamma og pabbi koma í heimsókn um páskana og við skreppum til Kiel í Þýskalandi
Flytjum í stærri íbúð í apríl
Íslandsferð hjá mér, B. og AR vegna erfiðra veikinda Harðar afa
3 vikna Íslandsdvöl í júlí
2. júlí skírn Ara Rafns
3. júlí Hörður afi kveður þennan heim eftir ömurleg veikindi
Í ágúst var enn ein Íslandsferðin, í þetta sinn í brúðkaup hjá Lilju systir og Eyjó
Lególand, Sönderborg og Flensburg í Þýskalandi í september
Í nóvember endaði fæðingarorlofið og skólaganga hófst á ný
Mamma, pabbi og Erla amma koma í heimsókn
Í desember tónleikar með Red Hot Chili Peppers
Fjórða Íslandsförin á árinu

Já þetta er búið að vera þokkalegt ár og árið 2007 verður auðvitað enn betra. Stefnum á að ferðast eins mikið og við getum, nota tímann á meðan við búum hér. Ætlum auðvitað að sinna börnum okkar og okkur sjálfum ennþá betur og vera dugleg í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur, vá stopp nú.
Farvel og godt nyt ar. Ævintýrafararnir.


































6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Svakalega líst mér vel á plön þessa nýja árs.
Kveðja Hafdís

2:03 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Auður og fjölskylda já það má með sanni segja þetta sé búið að vera viðburðarríkt ár hjá ykkur og það ekkert smá lol en allvega vildi ókla þess að við hefðum getað komist til ykkar yfir hátíðina :( en það er svona .... ekki á allt kosið en Gelðilegt Nýtt ár og takk fyrir það gamla og til hamingju með að Ari sé farinn að skríða og vonandi er það ekki á rassinum lol til lukku með Birtu og vonandi sjáumst við meira á þessu ári hedur en síðasta og vher veit nema að maður komi og heimsæki ykkur svona einu sinni en jæja nóg í bili þarf að halda áfram og taka til hérna vinna og skóli á morgun þannig að alltaf nóg að gera bið að heilsa öllum í bili heyrumst fljótt aftur ;O)

Steinunn og Alex

3:11 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Gleðilegt nýtt ár og velkomin heim. Kveðja frá Svíaríki.

5:29 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Gleðilegt ár. Gaman að hitta ykkur á gamlárskvöld, þið hafið greinilega haft það gaman það sem eftir var af því ;-)
kveðja Guðrún Elín

10:19 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ,hæ og takk fyrir síðast,frábært að ná að hitta ykkur í þessu stutta stoppi ykkar, BARA gaman á áramótaballi... Hafið það gott :-) Kv. frá Selfossi..

10:32 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sæl og blessur öll sömul. Gott að sjá að þið höfðuð það gott hjá ömmu gömlu um jólin ún var alsæl með þetta allt.

11:03 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home