Pöbbaferð í rigningu
Hún Sigga sæta, jæjakona með meiru og ættuð frá Vetleifsholti, á afmæli í dag, er aðeins 34 ára. Innilega til hamingju með daginn elsku vinkona og hafðu það sem allra allra best í dag og alla daga.
Mikið djö.... getur rignt mikið, það er alveg með ólíkindum. Það er varla að maður nenni út í þetta veður ennnnnn við erum að fara á pöbb eins og ég sagði í síðasta bloggi, jibbí smá frí þótt það sé ekki nema í 3-4 tíma. Vona nú að við fáum að sjá vinningsleik í dag, bara svona í tilefni dagsins. Eins og sést er letur dagsins í viðeigandi lit.
Fór í sumaklúbb á fimmtudaginn síðasta en kvensurnar hérna á kolleginu hafa verið með svoleiðis í gangi og buðu mér að vera með. Ekkert smá fínt að komast aðeins út frá börnum og heimili og tala af sér vitið og ég tala nú ekki um fínu veitingarnar sem maður skellir nú í sig.
Jæja best að fara að gera börnin reddí og finna til regnhlífarnar.
ÁFRAM LIVERPOOL. Ævintýrafararnir.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home