fimmtudagur, janúar 18, 2007

Köku og ananas át


Við Ari Rafn fengum hjúkku í heimsókn til okkar í morgun. Tilgangur heimsóknar hennar var að meta þroska litla manns og upplýsa okkur foreldrana um hitt og þetta sniðugt. Eitthvað var hún nú ekki ánægð með hvað hann er alltaf þreyttur og vill að við förum með hann til dokksa og látum mæla í honum járnið. Annars var hún hæstánægð með piltinn og fannst hann nátturlega yfirnáttúrulega fallegur og skemmtilegur sem okkur kom nú ekkert á óvart. Kappinn er nú 76 cm og um 11 kg.

Ég var að koma heim frá kaffidrykkju, köku og ananas áti en við 3 vinkonurnar og bekkjarfélagarnir hittumst til að undirbúa okkur undir stóra prófið á mánudag og ákveða hver segir hvað. Krotuðum líka 3 atriði á blað sem við viljum gjarnan ræða um í prófinu þannig að við stjórnum soldið prófinu sjálfar með því. Annars er ég bara heima núna þessa dagana að lesa og aftur lesa um allt sem ég get nýtt mér í þessu blessaða prófi.

Erum búin að fá pössun fyrir börnin hjá Hrönn frænku á laugardag um miðjan daginn en við skötuhjúin ætlum að skella okkur með Kollu og Óla á pöbb og horfa á Liverpool taka Chelsea í nefið ha ha (jeg håber). Smá kvolítítæm hjá okkur kærustupörunum og frí hjá börnunum.

Er einhver sem les þetta sem veit hvenær þorrablótið verður hérna í Köben?

Jæja, best að gera eitthvað að viti.

Venlig hilsen. Ævintýrafararnir.

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Flott mynd af ykkur mægðinunum og kappinn búinn að fara í klippingu :D

Hvað er hann að sofa mikið á daginn, er það eitthvað heavy?
LV sefur amk 2-3 tíma á dag og svo 11-12 tíma á næturnar...og hann er 5 mánuðum eldri. Er AR að sofa mikið meira?

Kv Lilja

4:02 e.h.  
Blogger AEL said...

Nei hann er að sofa minna en LV. Sefur c.a. 10 tíma yfir nóttina og tekur svo 3 lúra yfir daginn en ekki lengi í einu, frá 30 mín-2 tíma. Henni fannst það of mikið en ég gaf nú hinum börnunum ekki sérstaklega járn og þau eru lifandi ennþá.

5:28 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ kasta á ykkur kveðju , flott mynd af ykkur , knús Hjarðabrekkugengið

6:16 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ!! Hvernig er það eiga ekki lítil börn að sofa??? Jaa á ekki mörg:) en bara hélt það. Eeennn sá auglýsingu um Sálina og Stuðmenn í Köben ca.18. apríl, nú er það spurning að skella sér á það......er einhver geim?????? Vonandi verður þetta innrásin mikla frá Íslandi???? Verðum að skoða þetta ha? Annars allt gott frá Hellu úr SNJÓ dauðans! erum um það bil að fara í kaf, held ég. Þetta minnir mann á veturna þegar maður var lilli, allt á kafi í snjó og maður komst ekkert!! Það má alveg fara að rigna!! Verðum í bandi!

10:10 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ekki SA...heldur Sigga...smá rugl!

10:11 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

MBK frá Bifröst

8:31 f.h.  
Blogger Lilja said...

Voða eru þessir danir alltaf járnsjúkir.

10:19 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ,hæ... Gangi þér vel í prófinu á mánudag... Hef engar áhyggjur af þessu hjá þér... Og góða skemmtun á morgun :-)

11:17 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home