sunnudagur, febrúar 04, 2007

Lúsin mætt á svæðið

Já þetta er búin að vera hin fínasta helgi.
Ég má nú ekki gleyma að segja aðeins frá fyrsta vinnudeginum mínum. Þetta var bara hinn fínasti dagur, samstarfsfólk mitt virðist vera hið besta fólk, hélt nú að við jæjakonurnar værum nú meiri skellurnar en við fölnum nú bara við þessar kellur þarna, það er sko blótað fram og til baka, talað mikið og hátt og hlegið ennþá meira, reyndar er nátturlega ekki blótað í kringum börnin en þið ættuð nú bara að vera í starfsmannaherberginu, vá. Líst rosalega vel á þetta og held að ég falli nú bara vel inní hópinn. Var rosalega þreytt þegar ég kom heim og hafði enga orku í saumaklúbb um kvöldið, svolítill munur á að sitja á skólabekk eða að vera með um 50 börn í kringum sig.
Notuðum nú bara helgina í rólegheit, tókum góðan hjólatúr öll fjölskyldan og sýndi ég þeim meðal annars vinnustaðinn minn og hjóluðum við líka aðeins niðrá strönd, oh hvað mig hlakkar til að fá sumarið. Fengum svo góða gesti seinni part laugardags en það voru systkinin Arnaldur Goði og Þorbjörg Salka en þau borðuðu hjá okkur og voru í vist fram á kvöld, voða kósi hjá krökkunum.
Skelltum okkur í FIELDS í dag að versla hitt og þetta, börnin léku sér bara á meðan í ævintýralandinu sem er á efstu hæðinni, mamman á heimilinu náði nú bara að versla sér þónokkuð af fötum, 3 boli og 3 buxur.
Og svo í kvöld fannst mjög óvelkominn gestur hér á heimilinu en hann er ansi tíður hér í DK en það var FJANDANS LÚSIN. Ójá K. var löðrandi í lús og rökuðum við hárið af á svipstundu en ætlum svo að kaupa allar græjur á morgun og taka okkur öll í gegn. Oh hvað þetta er pirrandi en ég held að við höfum verið mjög heppin að sleppa við þetta hingað til miðað við hvað þetta er algengt hérna.
Farvel frá Lúsabælinu. Ævintýrafararnir.

4 Comments:

Blogger Lilja said...

Ojjjj, loksins er einhver kostur við það að vera langt í burtu frá ykkur!! Gangi ykkur vel!! ...þetta er stríð!

10:04 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ!! Gangi ykkur vel í stíðinu við þennan vágest. Þið eruð nú heppin að hafa sloppið við þetta sjokk hingað til. Bestu baráttu kveðjur.
Es. Af hverju fer manni alltaf að klæja þegar minnst er á þetta:)

10:26 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já mér þykir þið hafa sloppið vel og vonandi getið þið komið í veg fyrir þetta.....vanda vinnuna hrikalega, það skilar sér,trúðu mér.
Lúsa-baráttukveðja, Hafdís

6:04 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

HÆ HÆ FÉKKSTU SKILABOÐIN Í DAG INN Á MSN MEÐ MAJONESIÐ OG ALLT MÍNAR RRÁÐLEGGINGAR TREYSTU MÉR ÞAÐ VIRKAR SKO 100% OG SVO LÚSA SJAMPÓIN OG MEÐULIN OK PRÓFAÐU ÞETTA LEFYÐU ÞVÍ AÐ STANDA ALVEG KLUKKUTÍMA Í HÁRINU OG ÞÁ MEINA ÉG SKO AÐ MAKA MAJONESINU Í HÁRIÐ
SKEMMTU ÞÉR VEL Í BARÁTTUNNI VIÐ ÞETTA ÓGEÐ ÉG GERI ÞÁ' SAMA MEÐ ALEXANDER UM LEIÐ OG ÉG FÆ BRÉF HEIM ÞÁ SNOÐA ÉG HANN ÞANNIG AÐ EKKERT GETI FEST Í HÁRINU EÐA FALIÐ SIG ÞÆR VILJA EKKI HÁRIÐ HANS LOL SEM BETUR FER !!

12:51 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home