miðvikudagur, janúar 31, 2007

Fyrsti vinnudagurinn

Fyrsti vinnudagurinn á morgun og ég er spennt. Soldið kvíðin en spennt. Verð að vinna 9-16 og líka á föstudag.
Fór í skólann í dag á fyrilestur um foreldrasamvinnu, þ.e. samvinnu milli okkar pædagoganna og foreldra, og var hann mjög fróðlegur þar sem ég á eftir að eiga margar þesslags í framtíðinni, bæði góðar og slæmar. Eftir fyrirlesturinn hittumst við í bekknum sem erum að fara að vinna á leikskóla en við verðum í svokölluðum praktikhóp og gerum saman ritgerð sem við eigum svo að framleggja í júní og er það prófverkefni okkar þessa önn.
Fórum með litla krúttið okkar til dokksa í dag til að láta hann athuga hvort litla kroppinn hans vanti járn en dokksi sagði það væri bara kjaftæði þetta járntal í hjúkkunum, ef hann borðar mat eins og við þá er hann í góðum málum. Hann þarf bara að sofa frekar mikið og þannig er það bara.
Fengum bréf í dag um það að B. sé komin með pláss á fritidsheimilinu sem við sóttum um, þ.e. á efstu hæðinni í leikskólabyggingunni sem hún er á núna. Ó mæ god, litla snúllan okkar að byrja á fritids 1. maí og hún sem er nýfædd.
Fékk nokkur komment í dag í skólanum um leikinn í gær, aðallega: Audur, sástu leikinn í gær? og svo bara hlegið. Ég kom nátturlega viðkomandi í skilning um það að sigurinn hefði eins getað lent okkar megin og auðvitað þorði hann ekki öðru en að jánka því. Já á svona stundum ver maður sko sína þjóð með kjafti og klóm!!!
Jæja, best að fara að koma sér í ró og knúsa kallinn.
Hej hej. Ævintýrafararnir.

1 Comments:

Blogger Lilja said...

Gekk ekki vel? var að sjá þetta núna :)

8:17 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home