miðvikudagur, febrúar 21, 2007

Fastelavn fram og tilbaka

Afmælisbörn dagsins eru Sólrún Helga vinkona mín og jæjakona með meiru og er hún aðeins 31 árs. Díana Lind, Jónu Siggu og Bjöggadóttir er 4 ára og óskum við þeim báðum og foreldrum innilega til hamingju með daginn. Bjöggi varð nú líka 35 ára í fyrradag, þann 19. feb, enn og aftur til hamingju með daginn. Viddi vinur varð 32 ára þann 16. feb. Til lykke igen.
Snjóstormur í DK, ó já. Smá snjóhríð og danir kalla þetta snjóstorm. Var reyndar ekkert gaman að hjóla í og úr vinnu í dag með SNJÓSTORM í andlitið.
K. búinn að vera heima í dag og í gær með hitavellu, kvef og hósta. B. ansi fúl með að þurfa að fara í leikskólann fyrst stóri brósi var heima, já lifið er stundum ósanngjarnt.
Indkald í gær sem þýðir að ég fór í skólann en ekki í vinnuna. Gaman að heyra hvernig gengur hjá hinum í bekknum í sinni vinnu, sumir ánægðir og sumir ekki svo ánægðir. Ég er sem betur fer í ánægðahópnum. Personaledag á föstudaginn sem þýðir að leikskólinn er lokaður fyrir börnunum og við starfsfólkið sitjum og vinnum að sorg og kriseplan en það er akkurat sem ég skrifaði meðal annars um í síðustu ritgerð, spennandi efni og vonandi get ég lagt eitthvað að mörkum.
Styttist í þorrablót, aðeins 3 dagar.
Fastelavn (öskudagur) var haldinn í skólanum hjá K. síðastliðinn mánudag og fór hann klæddur sem töffari. Í dag var fastelavn hjá AR í legestuen og fór hann klæddur sem spiderman (í spiderman náttfötum). Það var líka fastelavn hjá mér í vinnunni síðastliðinn mánudag og var ég auðvitað í hlutverki nunnunnar góðu sem fyrr.
Annað skiptið í söngskólanum hjá pabbanum í dag þannig að hann er nýfarinn út í SNJÓSTORMINN og vona ég að hann komist heill á húfi á hjólinu á leiðarenda.
Liverpool að keppa í kvöld við Barcelona í Meistarakeppninni og treystum við auðvitað á okkar menn. Fyndið að segja frá því að hinir og þessir hérna í hverfinu vita að ég held með Liverpool, m.a. vegna merktra húfna, jakka og fl. og hef ég fengið nokkur hvatningarkomment frá öðrum púllurum, t.d. póstmanninum í hverfinu og leikskólakennara B. Bara gaman að því.
Skráði AR á vöggustofu í gær með byrjunardag 1. ágúst og er sú vöggustofa í sama húsi og leikskólinn hennar B. er og svo auðvitað fritidsheimilið sem hún fer á. Gott að hafa þau öll á sama stað eða þar að segja í sömu götu þar sem fritidsheimilið hans K. er í húsinu við hliðina.
Farið nú annars varlega í snjónum og hvernig er þetta með ykkur þarna á Íslandinu, á ekkert að fara að kíkja í heimsókn?
Venlig hilsen. Ævintýrafararnir.

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hér hefur ekki sést snjókorn en ég svo sem sakna þess nú ekki.
Vona að þið hafið það gott.
Kveðja Hafdís

9:25 f.h.  
Blogger Lilja said...

Jú, þú veist ekki hvað mig langar mikið í heimsókn, næstum komið heilt ár síðan ég kom síðast...öfundaði Eyjó viðbjóðslega mikið síðustu helgi. En ég sé ekki fram á að koma á næstu mánuðum (erfitt að fá frí úr nýrri vinnu), ekki nema kallinn bjóði mér með sér næst...það yrði þá samt ekki fyrr en í ágúst.

1:55 e.h.  
Blogger Lilja said...

Jú, þú veist ekki hvað mig langar mikið í heimsókn, næstum komið heilt ár síðan ég kom síðast...öfundaði Eyjó viðbjóðslega mikið síðustu helgi. En ég sé ekki fram á að koma á næstu mánuðum (erfitt að fá frí úr nýrri vinnu), ekki nema kallinn bjóði mér með sér næst...það yrði þá samt ekki fyrr en í ágúst.

1:55 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ. Maður sá alveg fyrir sér Strikið á kafi í snjó miðað við lýsingar í fréttunum.. varð einmitt hugsað til ykkar...gott að þetta er ekki alvöru íslenskur SNJÓSTORMUR... hafið það sem best,
kv. Sigga Þ.

6:35 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Kærar þakkir fyrir afmæliskveðjurnar.
Bjöggi og Díana Lind

6:53 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home