Grímubúningaafmælispartý
Jæja, það er sko aldeilis mikið að gera hjá okkur fjölskyldunni í L806 þessa vikuna.
K. er í vetrarfríi þessa vikuna og er búinn að vera á fritids og þar hafa krakkarnir haft nóg að gera. Hann er búinn að fara og sjá riddara berjast, í dýragarðinn, í leikhús og á leikvöll þar sem elduð var súpa. Það eru búnar að vera lagfæringar á húsinu og þess vegna hafa þau verið að fara í þessar ferðir og eru nátturlega bara ánægð með það.
B. fór í leikhús í dag með leikskólanum og svo á morgun er fastelavn og ætlar mín sko að fara klædd sem prinsessa, öll stífmáluð og fín.
Ég skellti mér í bíó í gær með stóru börnunum mínum og fórum við og sáum Arthur og minimoiserne. Rosalega skemmtileg mynd og alltaf jafngaman að eiga svona kvalití tæm þessum elskum.
AR er búinn að vera hjá varadagmömmunni sinni þessa vikuna því Gitte dagmamma hans er í fríi og er hann ekkert alltof hrifinn af þessu veseni og byrjaði á því að vola þegar mamman skildi hann eftir, ekki það skemmtilegasta sem mömmur lenda í en svo er auðvitað allt í lagi eftir smá stund. Var að mæla piltinn og er hann kominn með hita, gaman gaman.
Við foreldrarnir erum búin að kaupa okkur miða á þorrablót íslendingafélagsins þann 24. febrúar og erum við svaka spennt fyrir að fara út að tjútta aðeins. Yngri börnin verða í pössun í Roskilde en K. verður hjá Hrönn frænku.
Svo er mamman að fara í afmælisgrímubúningapartý annað kvöld hjá Fjólu í Káinu en hún verður 25 ára á sunnudaginn. Partýið sem er haldið í einu af festruminu er kun for piger og við eigum allar að mæta í grímubúningum. Við fórum síðustu helgi og keyptum búning handa mér og koma myndir síðar, smá leyndó. Þetta verður örugglega mikið stuð og ætla ég að reyna vera dugleg að taka myndir.
Jæja, það er saumó hjá mér, best að fara að taka til hendinni.
Farvel. Ævintýrafararnir.
K. er í vetrarfríi þessa vikuna og er búinn að vera á fritids og þar hafa krakkarnir haft nóg að gera. Hann er búinn að fara og sjá riddara berjast, í dýragarðinn, í leikhús og á leikvöll þar sem elduð var súpa. Það eru búnar að vera lagfæringar á húsinu og þess vegna hafa þau verið að fara í þessar ferðir og eru nátturlega bara ánægð með það.
B. fór í leikhús í dag með leikskólanum og svo á morgun er fastelavn og ætlar mín sko að fara klædd sem prinsessa, öll stífmáluð og fín.
Ég skellti mér í bíó í gær með stóru börnunum mínum og fórum við og sáum Arthur og minimoiserne. Rosalega skemmtileg mynd og alltaf jafngaman að eiga svona kvalití tæm þessum elskum.
AR er búinn að vera hjá varadagmömmunni sinni þessa vikuna því Gitte dagmamma hans er í fríi og er hann ekkert alltof hrifinn af þessu veseni og byrjaði á því að vola þegar mamman skildi hann eftir, ekki það skemmtilegasta sem mömmur lenda í en svo er auðvitað allt í lagi eftir smá stund. Var að mæla piltinn og er hann kominn með hita, gaman gaman.
Við foreldrarnir erum búin að kaupa okkur miða á þorrablót íslendingafélagsins þann 24. febrúar og erum við svaka spennt fyrir að fara út að tjútta aðeins. Yngri börnin verða í pössun í Roskilde en K. verður hjá Hrönn frænku.
Svo er mamman að fara í afmælisgrímubúningapartý annað kvöld hjá Fjólu í Káinu en hún verður 25 ára á sunnudaginn. Partýið sem er haldið í einu af festruminu er kun for piger og við eigum allar að mæta í grímubúningum. Við fórum síðustu helgi og keyptum búning handa mér og koma myndir síðar, smá leyndó. Þetta verður örugglega mikið stuð og ætla ég að reyna vera dugleg að taka myndir.
Jæja, það er saumó hjá mér, best að fara að taka til hendinni.
Farvel. Ævintýrafararnir.
2 Comments:
Góða helgi!!!
Alltaf sama stuðið hjá ykkur þarna í Køben. Hlakka til að heyra eitthvað meira um búninginn :)
Kveðja Hafdís Sig.
Skrifa ummæli
<< Home