mánudagur, febrúar 26, 2007

Allt í voli

Litlu sjúklingarnir okkar



Þorrablótið búið og alveg rosalega gaman. SIXTIES að spila og maturinn geðveikt góður. B. og AR. í pössun í Roskilde og K. hjá Hrönn frænku. K. reyndar með einhverja magapest sem mamman fékk svo þannig að ég er heima í dag.


Ekki besti dagurinn að vera veikur því kennarinn minn átti að koma í heimsókn í dag í vinnuna. Vejlederinn minn í vinnunni hún Jessica ætlaði bara að hringja í kennarann og fá nýjan heimsóknartíma. AR. og B. eru líka heima í dag vegna sýkingar í augunum. Pabbinn fór með þau til læknis í morgun og fékk krem í augun þannig að þetta verður vonandi fljótt betra, ekkert smá ástand á heimilinu. Þau verða örugglega líka heima á morgun vegna þess að þetta er svo smitandi að hálfa væri nóg.


K. verður svo 8 ára eftir tvo daga, vonandi verður heimilisfólkið orðið eitthvað skárra þá. Ætlum að halda smá afmæli næstu helgi, honum langar að bjóða nokkrum með sér í bíó og bjóða svo upp á köku á eftir. Ætlar samt að taka með sér köku í skólann á afmælisdaginn og kannski smá nammi líka. Búið að halda upp á þetta á fritids en það er haldið upp á alla afmælisdaga mánaðarins síðasta föstudag í mánuðinum og var það síðasta föstudag. Þá eru bökuð lagkage og haft gaman og sungið fyrir alla.


Biðjum að heilsa í bili úr veikindarbælinu. Ævintýrafararnir.

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Hæ þetta lítur nú ekki mjög vel út lítur út einsog Pink Eye sem ég og Robbie og Alexander og Langamma hans sem er dáin núna fengum ég og alex losnuðum við þetta á 2 dögum en Robbie fékk að hafa þetta í heila viku ugh vonandi batnar þeim sem fyrst Kv
Steinunn og Alexander

4:27 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ! Þvílíkt ástand á heimilinu, vonandi batnar ykkur fljótt. Bestu kveðjur frá Hellunni

10:29 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Vó, hræðilegar myndir :( látið ykkur batna sem fyrst!
Lilja

9:18 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Æji greyin, hræðilegt að sjá þau. Vona að þeim batni fljótt. Kveðja frá Svíaríkinu. PS. loksins búin að blogga, með myndum.

11:37 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Vonum að sjúklingarnir fari að ná sér. Það er mjög óhuggnarlegt að sjá myndirnar. Batakveðjur frá Sandgerði.

8:33 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með stóra strákinn, vá orðinn 8 ára! ekkert smá fljótt að líða.
Bestu kveðjur og batnaðarkveðjur líka til þeirra sem þurfa!
Guðrún Elín

10:49 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með besta frænda í heimi!!! Kærar kveðjur af landinu góða! Lilja og Co!

11:13 f.h.  
Blogger Heiðrún said...

til hamingju með Kristófer

2:04 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home