sunnudagur, mars 04, 2007

Afmælisveisla og bíóferð

Kristófer þakkar allar afmæliskveðjurnar og lét þessa yndislegu setningu frá sér eftir að ég var búin að lesa kveðjurnar fyrir hann: "Veistu mamma, ég vissi bara ekki að það væru svona margir sem elskuðu mig" Ekkert smá sætt.
Afmælisveislan gekk vel í gær. Börnin; Kristófer, Birta, Alexandra Líf, Ronja, Þorbjörg Salka, Arnaldur Goði og Khalir fóru í bíó ásamt Jóa og Kollu og skemmtu allir sér rosalega vel en mamman var heima með AR og Kristjönu Elínu. Síðan var komið heim og skellt í sig köku og leikið og seinni partinn kom Hrönn frænka í kaffi. Stóri strákurinn okkar ansi sáttur við daginn og það var víst tilgangurinn með þessu öllu.
Set inn myndir á næstu dögum.
Allt brjálað í Kaupmannahöfninni þessa dagana út af þessu Ungdómshúsi og er þetta orðið frekar þreytandi, vona að þetta hús verði rifið niður sem fyrst.
B. var lasin alla síðustu viku en þegar hún var orðin þokkaleg í auganu á miðvikudag þá fékk hún hita og hausverk. Er ansi spennt að fara í leikskólann á morgun, ansi langt "frí" hjá henni og saknar hún vina sinna.
Biðjum að heilsa í bili. Ævintýrafararnir.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með afmælið Kristófer og þið með strákinn þann 28....síðbúin kveðja.
Þetta eru nú meiri lætin hjá ykkur, hvað er málið með þetta lið?
Kveðja Hafdís Sig.

11:03 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

kveðja frá Bifröst

8:42 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home