föstudagur, mars 16, 2007

Sól og blíða í Höfninni

Föstudagur, aftur.
Vorum að skella í okkur KFC mat og mikið ansk... er þetta nú ekki eins og gott og á landinu góða. Það þýðir ekki að væla yfir því, höfum þá bara nóg að hlakka til þegar við komum í sumar.

B. kom með mér í vinnuna á þriðjudaginn síðasta og skemmti sér að ég held mjög vel. Náði góðu sambandi við tvær stelpur á stofunni minni og vildi svo alls ekki koma heim þegar ég var búin að vinna, svo gaman var þetta. Svo fór hún með leikskólanum upp í sveit á miðvikudeginum að skoða fullt af dýrum, alltaf jafn gaman að því. Svo er nú skottan okkar virkilega hamingjusöm þessa dagana því Mikal, færeyski besti vinur hennar, er kominn aftur frá Færeyjum en hann og fjölskylda hans hafa verið þar síðan í desember.
K. kemur svo með mér í vinnuna á mánudaginn því það er frí í skólanum og lokað á fritids. Þetta er ekkert smá kammó vinnustaður og ekkert mál að fá að taka börnin sín með annars slagið.

Er búin að vera frekar slöpp og full af hori þessa vikuna, akkurat þegar veðrið er búið að vera frábært. Á nú reyndar að koma smá vetur aftur í næstu viku en við vonum bara að það sé kjaftæði.

Það styttist nú aldeilis í að litli prinsinn okkar verður 1 árs en það er á miðvikudaginn. Erum búin að kaupa handa honum löggumótorhjól sem hann getur setið á. Ó já, var næstum því búin að gleyma að segja ykkur að hann tók sín fyrstu skref á mánudaginn síðasta, er ansi kaldur og sleppir sér bara hvar sem er og ætlar sko bara að labba.

Förum á morgun í skólann hans K. en það eru búnir að vera þemadagar um "barn i gamle dage" og hafa börnin verið að læra hvernig það var að ganga í skóla í gamla daga. K. er búinn að vera duglegur að upplýsa okkur um hitt og þetta þannig að það sést allaveganna að hann hlustar eftir.

Eigið góða helgi. Ævintýrafararnir.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Nú er maður orðinn svo góðu vanur að maður vill bara ekkert minna en sumar núna.
Frábærir þessir þemadagar hérna í Dk.
Bestu kveðjur úr vorblíðunni (og vil ekkert minna en það)
Það eru ekki nema 14 dagar í að við hittumst ;)
Góða helgi.
Hafdís.

8:43 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ! Er á rúntinum, kvitt kvitt úr snjónum á Hellu, ja ég hélt nú að það væri að koma vor......þvílík bjartsýni.....en það mátti reyna.

11:22 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ,hæ.. Góða helgi héðan úr snjókomunni á skerinu...

10:26 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home