miðvikudagur, mars 28, 2007

Sólin skín og sá litli með hita, aftur!!!

Á flotta mótorhjólinu sínu

Vill nú byrja á því að óska henni Sigrúnu, bróðurdóttur Jóa enn og aftur til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn í fimleikum en hún landaði þeim titli síðustu helgi.

Svo fengum við sorgarfréttir í gær frá Íslandi en hann Bóbó gamall frændi okkar lést í fyrradag en hann var kominn með krabbamein. Hún Birta mín var í miklu uppáhaldi hjá honum og hann hjá henni. Bóbó verður jarðaður á laugardaginn.

Áttum annars ágætis afslöppunarhelgi og vorum nú mest megnis inni vegna veikinda AR en börnin voru nú dugleg að vera úti að leika sér. Fengum reyndar stutta og skemmtilega heimsókn en Eyjó mágur var á leið til Þýskalands og millilenti hérna í nokkra tíma, bara gaman.

Sá stutti var nú orðinn hitalaus á sunnudag en fékk svo þessa miklu magakveisu á mánudag að hann varð að vera heima hjá pabba sínum. Fór svo til dagmömmunnar í gær og svo seinnipartinn fórum við með hann í 1 árs skoðun og sprautu og viti menn. Fékk ég ekki bara hringingu frá dagmömmunni í morgun að hann væri kominn aftur með hita, urrrrr. Var reyndar í skólanum á fyrirlestri þannig að það gerði nú ekki mikið til en ég verð í skólanum næstu tvo daga. Vonandi losnar hann fljótt við þennan hita, erum að verða vitlaus að hanga hérna inni í sól og blíðu með litinn geðvondan kút.

Alveg típiskt að þegar það er indkald í skólann þá fara allir á leikskólanum sem ég er að vinna á í leikhús og svo er kveðjuveisla fyrir einn af mínum uppáhalds gaurum þar en þetta er hans síðasta vika því hann er að flytja í burtu, frekar svekkjandi.

Annars er veðrið alveg frábært þessa dagana, sólin skín og allir brosandi út að eyrum.
Sólarkveðjur frá Ævintýraförunum.

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

ohhh hvað ég skil ykkur svo vel ég sjálf veiktist á föstudaginn strax um morguninn og er núna fyrst að lagast en fékk þetta þvílíka hósta kast í gærkvöldi og svo náttla hausverk svo mígreni þannig að búuin að vera heima í næstum því viku er búin að sleppa við allt í vetur nema þetta skiptið en svona er þetta og bara innilegar samúðarkveðjur með Bóbó hann var alltaf svo yndislegur
kv úr sól en samt kulda og frosti af og til
Steinunn

2:37 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Er ekki sagt betra seint en aldrei, haha en innilega til hamingju með afmæli litla geðvonskuprins, prinsessunar á Íslandi, svo maður gleymi nú ekki pabba þínum gamla!
Kveðja frá Bifröst

9:22 f.h.  
Blogger Lilja said...

Vá, hann er orðinn svo stór sæti strákurinn!! Bara dúlla :D

12:15 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sama hér,,, vor í lofti og maður vonar svo sannanlega að páskahretið mæti ekki á svæðið..

5:12 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

vonandi er litli stubbur orðinn hress ,

vorkveðju Dagrún og co

11:02 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Kvitt kvitt úr vori seinni partinn og vetri á morgnana. Skaf og læti!!!

11:56 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home