sunnudagur, apríl 15, 2007

Sólin skín þrátt fyrir veikindasukk


Áfram heldur veikindastríðið hér á heimilinu. K. fór nú í skólann á föstudaginn og seinni partinn keyrðum við til Roskilde til að borða með Kollu og co. og Tryggva Jóabróður og Grétu konu hans.
Greyjið K. var bílveikur og ældi á leiðinni og svo aftur um kvöldið eftir að hann var sofnaður heima hjá Kollu.

En sem betur fer var hann bráðhress á laugardagsmorguninn því veðrið var frábært í gær. Við vorum úti nánast allan daginn en svo fór Jói að tala um að honum væri kalt, halló það var um 20 stiga hiti. Eitthvað var þetta nú skrítið og var þá karlanginn kominn með hita og er með enn. Vorum nú líka úti næstum því í allan dag nema Jói og eru allir í fjölskyldunni komnir með lit.

Erum vonandi búin að taka út allan veikindapakkann fyrir árið 2007 þannig að það er bara heilbrigði og gleði framundan.

Ný vika framundan sem inniheldur margt og mikið, m.a. sirkus, sjúkraþjálfun, skólamyndartaka, foreldraviðtal, eldhústólaleit og margt fleira.

Farvel. Ævintýrafararnir.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Kvitt,látið ykkur nú batna og njótið blíðunnar í botn!
Sigga Þ.

8:50 e.h.  
Blogger Lilja said...

Vóhh, ég þori varla að fara inn á heimasíðurnar ykkar af hræðslu við að smitast!
Batakveðjur!

10:28 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hæ hæ hvurslags er þetta með ykkur bara alltaf með þessar skíta pestir nei segi svona þetta vill oft gerast en hvernig væri nú að senda okkur nú þennan hita og sól það væri sko mjög vel þegið í þessum kula og veðri upp og niður ýmist sól eða rigning eða slyddu hryglur hérna en allavega biðjum rosa vel að heilsa öllum og látið ykkur batna ;O)
Kv úr Kulda og skíta veðri svona af og til hehe

6:55 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home