fimmtudagur, apríl 05, 2007

Svíþjóð??????

Jæja, ferðaplanið okkar um páskana lítur nú ekki mjög vel út þessa stundina. Jói er búinn að vera slæmur í bakinu síðustu daga og fór til læknis í gær sem sagði hann vera með þursabit og gaf honum verkjatöflur. Í morgun þegar hann vaknaði gat hann ekki hreyft sig og liggur hann í rúminu þessa stundina sárkvalinn og bíðum við nú eftir lækni til að kíkja á hann. Vonandi fær hann kannski eitthvað sterkara svo hann geti nú allaveganna farið fram úr rúminu og svo verðum við bara að sjá til með Svíþjóðarferðina sem við stefnum á á morgun.

Ekki nóg með það að húsbóndinn sé rúmfastur þá tók ég eftir því í morgun að AR er kominn með eyrnabólgu og er örugglega með hitavellu, enn einu sinni. Ætla að biðja lækninn um að kíkja á hann í leiðinni, þessu ætlar bara ekki að linna.

Annars skellti ég mér í gærkvöldi út með nokkrum úr saumó og fórum við niðrí bæ og drukkum fullt af kokteilum, nammmmi nammm. Hef nú ekki verið þekkt fyrir að drekka svoleiðis en mikið djö... voru þeir nú góðir. Gaman að fara svona út og spjalla og tala nú ekki um að drekka og var frekar gaman að hjóla heim með vindinn í bakið. Eigum örugglega eftir að endurtaka þetta.

Læt ykkur vita framhaldið seinna því nú þarf ég að fara í þvottahúsið.
Bæjó. Ævintýrafararnir.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Æjæjæj það er svo vont að fá svona eins og Jói. En við verðum samt að vona það besta að hann komist á fæturnar og skánni fljót svo þið komist samt sem áður annars verðum við að skipuleggja einhverja aðra helgi. Davíð hefur verið svo spenntur að hann telur dagana. Heyrumst síðar í dag.
Kveðja frá Svíaríki

11:49 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home