laugardagur, mars 31, 2007

Með bíl í láni

Aftur komin helgi, vá hvað tíminn er fljótur að líða.

Annars er allt fínt að frétta, fengum Hafdísi, Leif og börn í heimsókn í gær en þau fljúga til Íslands í dag. Þau eru svo yndisleg að lána okkur bílinn sinn á meðan á Íslandsdvöl stendur þannig að nú höfum við bíl í 3vikur, jjjjjiiiiibbbbíííí. Ísak er að fermast og ætla þau að eiga kósí stund í bústað á Íslandinu allar 3 vikurnar, geggjað kósí.

Vorum með rúmlega 1 árs næturgest en hann Sindri Rafn, Ragnheiðar og Ingvasonur gisti hjá okkur meðan foreldrarnir skelltu sér á tónleika. Ragnheiður er systir hans Eyjó sem er giftur henni Lilju systir minni og búa þau hérna á kolleginu.

Ætlum annars bara að njóta veðurblíðunnar en veðrið er búið að vera yndislegt síðustu daga. Eigið góða helgi og farið varlega. Ævintýrafararnir.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

GÓÐA HELGI OG NJÓTIÐ ÞESS AÐ HAFA BÍLINN Í LÁNI Í 3 VIKUR ;o) TAKK AUÐUR EÐA JÓI HVORT HELDUR SEM ER AÐ SETJA INN ALLA AFMÆLISDAGANA HJÁ YKKUR KOM MÉR SKEMMTILEGA Á ÓVART EKKERT AÐ FRÉTTA AF OKKUR NEMA ÞAÐ ER RIGNING OG AFTUR RIGNING OG SVO AÐ REYNA AÐ HALDA HEIMILINU ÞOKKALEGU ERUM KOMIN Í PÁSKAFRÍ ;o)
Kv Steinunn og Alexander

10:52 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Takk fyrir drenginn...
Kv. Ragga.

7:51 e.h.  
Blogger Lilja said...

Jæja, eru ekki nýjar fréttir af ykkur?
Sakna ykkar.

1:13 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home