þriðjudagur, apríl 10, 2007

Skrautlegir páskar

Sárlasinn krúsilíus

Davíð Ernir með eggið sitt


Mýslan okkar með sín egg


Krúttið okkar með brotna eggið sitt sem foreldrarnir borðuðu


Ísak Örn fékk ekkert egg þessa páskana


Svíþjóðarferðin okkar varð nú ansi skrautleg.
Keyrslan og siglingin gekk fantavel og tók ferðin rétt um 2 tíma.

Á laugardeginum skelltum við kvensurnar og Ísak litli okkur til Ullared en það er ógeðslega stór og ódýr búð, þar getur maður keypt nánast allt sem hugann girnir. Verslaði föt á alla fjölskyldumeðlimi og hitt og þetta í leiðinni. Strákarnir skelltu sér á stað sem heitir Busfabrik og skemmtu sér þar alveg kostulega. en það er einhverskonar leikstaður fyrir börn. Um kvöldið var K. kominn með bullandi hita og gat ekki gætt sér á veislumatnum sem við hin gúffuðum í okkur.

Páskadagur genginn í garð og börnin leituðu að eggjunum sínum og fundu þau auðvitað fyrir rest en þá var ég komin með hita, ekkert smá skemmtilegt lið að vera með í heimsókn. Jói ennþá slæmur í bakinu og AR hitalaus en ennþá með eyrnabólgu. B. var sú eina sem var heilbrigð ef svo mætti segja. Þannig að páskadagur varð ansi rólegur í alla staði sem var svo sem ágætt.

Annan í páskum keyrðum við heim á ný og gekk ferðin vel þrátt fyrir marga hnerra og sníting.

Takk enn og aftur fyrir okkur elsku Íris Gyða, Arnar, Davíð Ernir og Ísak Örn. Við lofum eins og um var samið að koma næst með læknisvottorð, ha ha.

Þannig að í dag vorum við heima, mamman, pabbinn og elsta barnið. Býst nú við að við K. förum nú á morgun í vinnu og skóla en Jói er ekki orðinn nógu góður þannig að hann verður heima.

Haldiði ekki bara að litla skvísan okkar hafi verið að sína mér að hún sé með laflausa tönn, litla barnið mitt, ekkert smá spennó fyrir hana.

Farvel. Ævintýrafararnir.











5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Gleðilega Páska öll sömul og vonandi fara þessi veikindi hjá ykkur nú að réna hehehe ne batakveðjur til ykkar allra og ekkert smá flottar myndir
Kv Steinunn og Alex ;O)

12:03 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Kvitt.kvitt...

10:03 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ohhhh, finn til með ykkur!
Lilja

11:53 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þökkum fyrir góða helgi þrátt fyrir veikindi og hlökkum til að sjást aftur. Hressari :)
Kveðja frá Svíaríki

12:10 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Góða helgi...

5:17 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home