miðvikudagur, apríl 18, 2007

Ótrúlegt

en satt eru allir orðnir hressir, sjöníuþrettán.

Jói búinn að fara 2svar í sjúkraþjálfun, aðallega til að fá góð ráð og er hann orðinn þokkalegur í bakinu.

AR er reyndar enn með eyrnabólgu en hann virðist ekkert finna til og vill dokksi bara leifa honum vinna á þessu sjálfur.

Talandi um krúttið okkar þá er hann farinn að ganga. Þrammar hér um allt eins og drukkinn sjómaður og við foreldrarnir og systkinin að drepast úr stolti.

Alla vikuna er K. búinn að vera að æfa sirkusatriði í skólanum en það er alvöru sirkusfólk sem er að æfa krakkana og verður generalprufa í fyrramálið og er tilvonandi skólabörnum boðið sem er jú B. meðal annars en hún fer með leikskólanum og svo annað kvöld er svo aðalsýningin og er okkur foreldrunum og systkinum boðið. Það eru 6 bekkir sem taka þátt í þessu og er þetta alveg rosalega skemmtilegt að sögn K. Erum alveg rosalega spennt að sjá því það er búin að vera mikil leynd yfir atriðinu hans og er ég alveg viss um að það eiga eftir að leka nokkur tár niður stoltar kinnar á sumum mömmum, nefnum engin nöfn.

Annars erum við rosalega glöð eftir góðan fund sem við fórum á í morgun í skólanum hans K. en á fundinum voru Klaus, kennari K. Lissie, starfsmaður á fritidsheimili K. Henning skólastjórinn og Johannes, sálfræðingur skólans. Umræðuefnið var skólaframtíð K. hvernig hann hefði það og hvernig honum gangi í skólanum þessa dagana. Allaveganna erum við rosalega ánægð með það að hann þarf ekki að skifta um skóla, hann á smá saman að aðlaga sig inn í einn af 1. bekkjunum fram að sumarfríi og svo á að sjá til hvort hann haldi þá bara ekki áfram í 2. bekk næsta haust. Þetta voru frábærar fréttir því við vorum hrædd um að hann þyrfti að fara í annan skóla og þá þyrfti hann að skipta um fritidsheimili líka og það hefði verið alveg rosalegt sjokk fyrir hann. Allavega á að sjá til hvernig hann bregst við þessu og vonum við auðvitað það besta.

Síðasti bíladagurinn okkar í dag en Hafdís og co. koma heim á morgun. Erum búin að nýta bílinn þokkalega miðað við veikindaaðstæður en í gær fórum við og keyptum okkur eldhússtóla og í dag var síðasta BILKAferðin okkar.

Venlig hilsen. Ævintýrafararnir.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Góða helgi c",)

10:12 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ísak var ekkert smá glaður að fara inn í bílinn og sjá glaðninginn. Við reyndar líka. Takk fyrir okkur.
Kveðja Hafdís

12:35 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home