mánudagur, maí 14, 2007

Þokkalega.....

Í lestinni á leiðinni í bústaðinn.
Áttum fína helgi þar sem við brölluðum ýmislegt.
K.og Jói skelltu sér í bíó að sjá Spiderman 3 á meðan við B. og AR fórum í 4 ára afmælið hennar Hrafnhildar en hún er ein af blómarósunum hérna á Kolleginu.
Mamman skellti sér í klippingu og litun.
Horft á og sofnað yfir Eurovision.
Borað í veggi, myndir hengdar upp ásamt tv inní hjónaherbergi, ohh lúxus.
Verslað í HM, nauðsyn svona annarsslagið, ikke????
Var að fá sms frá Lilju systir en hún og eiginmaðurinn eru stödd í París í brúðkaupsferð og mátti lesa úr þessu sms að þau skemmta sér frábærlega og þar að auki er flott veður.
Var í lestrarfríi í dag og hittumst við sem erum saman í grúppu heima hjá einum og spjölluðum saman um prófið sem við förum í þann 8. júní. Við borðuðum saman og svo fékk hann símhringinu frá konu sinni sem átti að fara í keisaraskurð á morgun en var lögð inn í dag og þurfti hann að þjóta upp á fæðingadeild vegna þess að hún var komin með meðgöngueitrun. Lærdómurinn varð þess vegna í styttri kantinum en við fengum nánast allt gert og hittumst aftur 28. maí til að leggja lokahöndina á framlögnina.
Svo er það bara vinna á morgun og kemur kennarinn minn í heimsókn upp í vinnu til að ræða við mig og leiðbeinanda minn. Það verður farið yfir hvort ég sé að standast mín "mål" og hvernig mér gangi yfir höfuð í praktíkinni. Vona bara það besta og ég fái ekki fast spark í rassinn.
Já, bara 3 vinnudagar og svo er það LONDON.
Hej hej. Ævintýrafararnir.

4 Comments:

Blogger Heiðrún said...

Jessica hlýtur nú að gefa þér góða umsögn...

8:47 e.h.  
Blogger AEL said...

Ekki spurning annars verður bara dregið upp veskið!!!

9:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Kom hér við og kasta á ykkur kveðju.
Hafdís

8:16 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég ætla bara að segja góða ferð og vona svo sannarlega að ferðin verði súper trúber fyrir ykkur.
KVeðja Hafdís

9:35 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home