miðvikudagur, maí 16, 2007

LONDON

...here we come!!!!
Fallegu börnin mín á leiðinni til pabba síns í morgun.
Já, fékk þetta mikla hrós í gær frá leiðbeinanda mínum henni Jessicu og dásamaði hún mig fram og tilbaka við kennara minn. Mér fannst þetta rosalega óþægilegt að heyra enhvern tala svona um mig, hvernig á maður eiginlega að taka á móti hrósi??? Ég sat bara og roðnaði og blánaði og endaði með að segja: "nu stopper du Jessica", og var eins og alger bjáni.
Börnin farin til Århus og ég að fullu að pakka okkur hinum þremur niður fyrir LONDONferðina á morgun. J. er í söngskólanum alsæll með nýja hjólið sem hann keypti sér í fyrradag, þokkalega flottur og góður gripur.
Viljum óska ykkur góða helgi og fariði varlega. Ævintýrafararnir.

6 Comments:

Blogger Lilja said...

Góða ferð!!

11:05 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Góða ferð og skemmtið ykkur alveg í strimla.
Kveðja Hafdís

11:16 f.h.  
Blogger doralora said...

góða ferð, dora www.badddabing.blogspot.com

12:09 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Góða ferð og góða skemmtun,, og til hamingju með þetta frábæra hrós frá leiðbeinandanum þínum... Glæsilegt hjá þér...

1:02 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Góða ferð og njótið London sem best


kveðja
Erla og co

2:22 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ! Vonandi höfðuð þið það gott í London. Kveðja frá Hellunni;)

2:02 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home