föstudagur, júní 08, 2007

Sólin skín.....

Mætti klukkan hálfníu í morgun klár í slaginn og fékk þær fréttir ásamt hinum í bekknum að kennarinn væri veikur og myndi ekki mæta. Ha, shit, hvað gerum við þá. Jú, hún vildi endilega að við myndum framlægge fyrir hina í bekknum, sagðist treysta okkur fyrir þessu og það gerðum við. Þetta var nú frekar skrítið en gekk mjög vel. Það var alltaf einn í bekknum sem tók niður punkta hjá hverjum hóp og áttum við svo að skila því í skúffu kennararans. Hún ætlar svo að fara yfir þá punkta og senda okkur svo meil um hvort við höfum staðist. Fórum reyndar ekki eftir tímaáætlun þ.e. tókum mun færri og styttri pásur því við vorum öll fastráðin í því að komast sem fyrst út í sólina. Klukkan tólf vorum við svo búin og hlupum öll sæl og glöð út í góða veðrið sem er reyndar búið að vera alveg geggjað í dag, eiginlega of heitt.

Á morgun er svo kulturfest í skólanum hjá K. þar sem börnin eiga að mæta með fjölskyldur sínar og verður dagskrá fram yfir hádegið. Erum svo að spá í að skella okkur á ströndina og grilla svo um kvöldið því það er spáð áframhaldandi geggjuðu veðri.

Sommerhilsner. Ævintýrafararnir.

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

ohh hvað ég væri til í að vera með ykkur núna need a break from here einsog maður segir hehehe nýbúin að hengja út fyrr i kvöld og ekki klukkutíma seinna steypi regn alltaf gaman ;O) en allavega skemmtið ykkur vel og til hamingju með þetta allt saman varst örugglega frábær
Kv Steinunn og Alex

12:11 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Æðislegt að fá svona gott veður, það voru 16° á mælinum hér í f.h. og okkur finnst það alveg geðveikt :)
kveðja Guðrún Elín

2:30 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hvurslags leti er þetta Auður bara busy busy á ekekrt að fara að uppfæra bloggið skvís hehe biðjum heilsa og hlökkum til að sjá ykkur í sumar ;O)
Kv Steinunn og Alex

6:04 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Kvitt,kvitt og góða helgi í sólinni í Köben :-)

10:07 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hvað er eginlega að engvar fréttir í heila viku eru dúllurnar mínar ekkert að aðhafast fréttabært


erla amma forvitna

10:59 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home