Vá
hvað þessi vika var fljót að líða, strax komin helgi.
Allir hressir og kátir, AR fór með pabba sínum til eyrnalæknis í vikunni og leit allt þokkalega út, á að mæta aftur í ágúst.
B. fékk bréf frá skólanum og fékk að vita að hún á að fara í bekk 0u og erum við búin að komast að því að vinur hennar hann Rasmus verður með henni í bekk. Við eigum að mæta 12. júní í skólann og hitta kennarana og sjá kennslustofuna, oh ekkert smá spennandi.
Fengum reyndar frekar skúffandi fréttir í vikunni en Mikal, einn besti vinur hennar er að flytja aftur til Færeyja í sumar en til stóð að þau færu í bekk saman og eru reyndar nú á sama frítidsheimili. Þau ætluðu ekki að flytja fyrr en á næsta ári en svo fengu þau bara svo góð atvinnu og húsnæðisboð að þau gátu ekki afþakkað, buhu. En nú höfum við sko tilefni til þess að fara í heimsókn til Færeyja.
Vorum á summerfest í dag á fritidsheimili K. og var þemað "Det Wilde Vesten" eins og sést kannski á myndunum hérna fyrir neðan. Tókum þátt í hinum og þessum keppnum, meðal annars í kökubakstri en því miður vann nú ekki kakan okkar en hún seldist allaveganna upp. Svo var giskunarkeppni þar sem voru barnamyndir af starfsfólkinu og átti að getta hver var hvað og viti menn, við unnum, höfðum alla rétta og fengum verðlaun, það vantar ekki gáfurnar, ha ha. Tókum líka þátt í uppboði og fengum fimm miða á Experimentarium að verðmæti 320 kr á 66 krónur, alltaf að græða. Hinn fínasti dagur en hefði nú mátt alveg vera aðeins hlýrra.
Allir hressir og kátir, AR fór með pabba sínum til eyrnalæknis í vikunni og leit allt þokkalega út, á að mæta aftur í ágúst.
B. fékk bréf frá skólanum og fékk að vita að hún á að fara í bekk 0u og erum við búin að komast að því að vinur hennar hann Rasmus verður með henni í bekk. Við eigum að mæta 12. júní í skólann og hitta kennarana og sjá kennslustofuna, oh ekkert smá spennandi.
Fengum reyndar frekar skúffandi fréttir í vikunni en Mikal, einn besti vinur hennar er að flytja aftur til Færeyja í sumar en til stóð að þau færu í bekk saman og eru reyndar nú á sama frítidsheimili. Þau ætluðu ekki að flytja fyrr en á næsta ári en svo fengu þau bara svo góð atvinnu og húsnæðisboð að þau gátu ekki afþakkað, buhu. En nú höfum við sko tilefni til þess að fara í heimsókn til Færeyja.
Vorum á summerfest í dag á fritidsheimili K. og var þemað "Det Wilde Vesten" eins og sést kannski á myndunum hérna fyrir neðan. Tókum þátt í hinum og þessum keppnum, meðal annars í kökubakstri en því miður vann nú ekki kakan okkar en hún seldist allaveganna upp. Svo var giskunarkeppni þar sem voru barnamyndir af starfsfólkinu og átti að getta hver var hvað og viti menn, við unnum, höfðum alla rétta og fengum verðlaun, það vantar ekki gáfurnar, ha ha. Tókum líka þátt í uppboði og fengum fimm miða á Experimentarium að verðmæti 320 kr á 66 krónur, alltaf að græða. Hinn fínasti dagur en hefði nú mátt alveg vera aðeins hlýrra.
5 Comments:
Hæ hæ
Hlakka til að sjá ykkur eftir ekki svo marga dag!
Voða er Jói orðin mikil mjóna :D
Knús og kram
Hæ hæ gaman að allt gengur vel hjá ykkur og alltaf að græða!!! Gott að heilsan er öll að skána. Svo styttist í að þið komið á landið góða, það þarf að plana eina góða útilegu. Vonandi hafið þið það áfram gott!! Kveðja úr lokssins rigningu frá Hellunni.
Ekkert smá gaman að skoða skólann og allt sem því fylgir, það bankar líka aðeins í mann að það sé raunverulegt að "litlan" manns sé að fara í skóla :)
Kveðja Hafdís
Ekkert smá flottar myndir af ykkur :-) Hafið það gott og ég hlakka til að hitta ykkur á klakanum... Kveðja úr rigningunni...
Viltu skrifa með ljósari skrift mín kæra
erla amma
Skrifa ummæli
<< Home