Hann á afmæli í dag......
Hinn yndislegi Ari litli brósi minn á afmæli í dag og fyllir hann 22 ár þessi elska. Myndin af okkur hérna fyrir ofan er á góðri stund í brúðkaupi litlu systir og er hún Kristrún kærasta hans Ara með okkur þarna.
Elsku Ari okkar, enn og aftur til hamingju með daginn.Við elskum þig rosalega mikið og söknum þín. Við knúsum þig í klessu þegar við komum til Íslands eftir rúman mánuð (nema ef þú kemur í heimsókn fyrr)
Annars hafa verið ansi mörg afmælisbörn síðustu daga sem ég ætla að telja hér upp:
Bjössi systursonur Jóa varð 27 ára þann 11 síðastliðinn.
Gilli, eiginmaður Ránar vin-og jæjakonu varð 41 árs þann 17.
Davíð Ernir frændi í Svíþjóð varð 8 ára líka þann 17.
Jón Einar frændi varð 2 ára þann 18.
Björn tengdapabbi varð 64 ára þann 20.
Ósk vin-og jæjakona varð 31 árs þann 21.
Alexander frændi varð 11 ára þann 22. ásamt því að við kærustuparið áttum okkar 3 ára samveruafmæli. Margt búið að bralla á þessum 3 árum, yndislegur tími og þetta er sko bara rétt að byrja.
Innilega til hamingju öllsömul!!!
AR er allur að braggast og ætlum við að leifa honum að fara til dagmömmunnar á morgun. Jói er reyndar búinn að vera heima núna í sólarhring með þessa skemmtilegu pest og nú er K. aðeins eftir, bíðum spennt, not!
Venlig hilsen. Ævintýrafararnir.
6 Comments:
takk fyrir kveðjuna og innilega til hamingju skötu hjú vá eru komin 3 ár mikið líður tíminn hratt finnst mér hehehe en nógur er tíminn eftir vonandi batnar litla snúlla og Jóa hinn helmingurinn af familiunni er svona bara við sama heygarðs hornið nema mamma var í aðgerð á ökklunum í gær og er núna á hækjum heima hahaha og gengur bara vel að léttast ;O) meira seinna heyrumst biðjum að heilsa hinni familíunni þarna úti ;O)
Kv Steinunn og Alexander
hahahaha sést meira af þér og Krissu en Ara LOL Góða helgi til ykkar allra og ekki jinxa sjálfa þig Auður lol opg hvaqða dómara skandall er í gangi núna ???
Það er aldeilis um "ammölin" í kringum þig kona. Svo á sæti prinsinn okkar Frederik afmæli í dag :)
Kveðja Hafdís
takk kærlega fyrir mig,
kveðja frá kuldanum
Ótrúlegt hvað þið hafið alla afmælisdaga á hreinu ! Maður ætti að taka ykkur til fyrirmyndar
Fínar myndir frá London, verst að litli snáðinn var veikur
Haldið áfram að hafa það gott og skemmtilegt í köben, hlakka til að hitta ykkur í sumar
Erla og co,,,,,,
hæ kasta á ykkur kveðju , til lukku með árin þrjú er þetta orðið svona langt síðan :)
vonandi eru allir orðnir hressir
kveðja frá Hjarðabrekkuliðinu.
Skrifa ummæli
<< Home