þriðjudagur, júní 26, 2007

Okkur hlakkar svo til.....

Spennan magnast með hverjum deginum, Íslandið nálgast. 175 dagar eða tæpir 6 mánuðir síðan við hittum okkar nánustu fjölskyldu, vini og ég tala nú ekki um krúsidúllurnar tvær á Hvolsvelli. Vá hvað tíminn líður samt hratt, vorum að fatta það í dag að 23.júní síðastliðinn voru liðin 2 ár síðan við fluttum til DK. BARA 2 ár eftir.
Var að baka köku til að taka með mér í vinnuna á morgun handa krökkunum á Plyssestuen því ég á ammæli, ójá mamman á afmæli. Ætla svo að hrúga flødebollum ofaná kökuna svo allir fái hrikalegt sykursjokk.
Já, svo var pabbinn hjá sérfræðingi í dag og komst að því að hann þarf að fara í uppskurð á hægri hendinni, er búinn að vera með svo mikinn náladofa fram í fingurnar og komust þeir að því að það er of þröngt um draslið þarna inni og þarf að laga það. Það verður reyndar ekkert af þessu fyrr en í fyrsta lagi í september en þá á hann aftur tíma hjá dokksa. Hann verður þá frá í 6 vikur, úha.

3 dagar í Íslandið.

Ævintýrafararnir.

13 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Til Hammó Með Ammó á Morgun 27 Júní bara orðin fjörgömul hehehehe Mamma var nú a' spauga með að setja grein í blaðið hérna heima sem þar myndi Standa hún Auður ERla Logadóttir er 33 ára í dag og hún er fjörgömul hehehehe hlakka til að sjá ykkur maður er nú bara búinn að vera að sleikja sólina og vera í sundi bæði brúnn og brunninn hehehe
Kv Steinunn

12:32 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með afmælið gamla mín.
Eru "BARA" 2 ár eftir? Finnst þér það langur tími? Þið sem eruð nýkomin finnst manni, samt eru 2 ár síðan. Tíminn flýgur.......sjáðu bara þú ert orðin 33 ára!!! hahahha
Njóttu dagsins í botn og láttu karlinn stjana við þig :)
Kveja úr #%/"/()=($&" rigningu
Hafdís

9:22 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

til hamingju með daginn.
kv, Guðrún Elín

11:17 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með daginn "gamla" he.he.he...Vona að þú eigir frábæran afmælisdag og hlakka til að hitta ykkur ;-)
Kv.. ein sem á enn rúman mánuð eftir í 33 ára aldurinn....

2:24 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég rambaði nú bara óvart inn á síðuna þína, af Hafdísar síðu...já til lukku með afmælið :)
Vona að allt gangi vel hjá ykkur.
Kær kveðja Guðný

4:01 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með daginn!!!
kv. Sigga Þ.

4:07 e.h.  
Blogger Lilja said...

Innilega til hamingju með daginn elsku stóra sys. Við sjáumst á fös eða laug. Knús og kossar!
Lilja litla sys.

4:54 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Innilegar hamingjuóskir með daginn Auður mín, hlakka til að sjá ykkur á klakanum

kveðja
Erla og fjölsk

9:13 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með daginn.
Kveðja Fjóla

9:35 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ, og til hamingju með daginn. Iss 33ja það er nú ekkert!!!! Þetta á bara eftir að bestna og bestna ;-) Vonandi áttuð þið góðan dag.
Eins og sagt er í flugvélinni þegar maður er að lenda á Íslandinu, góðir Íslendingar VELKOMIN HEIM, þá líður manni SSSVVVVVVVOOOOOOOOOOOOO vel, hlakka til að sjá ykkur.

11:42 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með daginn! Dóra

6:27 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til Hamingju með daginn, elsku Auja okkar. Hlökkum til að hitta ykkur.
Kveðja Ella, Guðrún og Ronja.

2:04 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Innilega til hamingju með daginn sem var :-)

2:12 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home