Skólalífið í DK
Með Rasmus, besta vini sínum í bekknum
Lærke og Birta, stoltar skólastelpur
Lærke og Birta, stoltar skólastelpur
Þau voru öll saman í leikskóla, eru saman í bekk og líka á fritids
Jæja, fyrsti skóladagurinn hennar Mýslu gékk mjög vel og dagarnir síðan enn betur.
K. er ánægður í nýja bekknum sínum og virðast allir taka mjög vel á móti honum.
Hjá mömmunni gékk fyrsti skóladagurinn ekki eins vel og hjá börnunum, ég ældi alla sunnudagsnóttina og hef ekki ennþá mætt í skólann. Er reyndar ennþá drulluslöpp en ætla nú að drusla mér í skólann á morgun, var ekki alveg að treysta mér í morgun þar sem verkefni dagsins var að spila badminton. Erum nefnilega núna að vinna saman í hópum, bekkirnir þrír í árgangnum, a-b-c og fengum við að velja hvað við vildum fást við næstu vikurnar og ég valdi, bevægelse, leg og idræt. Reyndar var mitt fyrsta val, medie, að vinna í tölvum en það féll svo út þannig að ég fékk mitt annað val og er hæstánægð með það.
Síðasta helgi var nú frekar róleg hjá okkur á L806, pabbinn fór út með strákunum á Kolleginu á föstudagskvöldinu á einhverja ölstofu niðrí bæ en annars voru við bara slök og auðvitað var svo ferð á legeplads hjá pabbaklúbbnum á sunnudagsmorgninum, dræm mæting en svona er þetta bara stundum.
Hej hej. Ævintýrafararnir.
4 Comments:
Hæ elskurnar
FLott að það gekk vel hjá börnunum í skólanum fyrstu dagana. Í dag var fyrsti skóladagurinn hjá Davíð.
PS. mundu að senda mér heimilisfangið, þarf að senda þér pakka.
Kveðja frá Svíaríki
Hæj,bara að kíkja.. Ekkert smá flott skólataskan hennar Birtu!! Þetta er einmitt búinn að vera höfuðverkur á þessu heimili s.l. tvær vikur; að velja hina fullkomnu skólatösku...:-)hafið það sem allra best.
kveðjur úr sveitinni,
Sigga Þ.
Vona að þú sért nú orðin eitthvað hressari! Auðvitað valdir þú sportið íþróttakonan sjálf. Badminton...var engin karfa í vali?
Kveðja Hafdís úr þrumuveðri yfir í sól, sælu og 25 stiga hita :)
Vona að þú hafir fengið sms-ið frá mér í gærkveldi???
Skrifa ummæli
<< Home