fimmtudagur, ágúst 09, 2007

Hitinn að drepa okkur

Sjáiði bara hvað við erum rík
Nóg hefur verið að gera hjá okkur þessa vikuna, ælupest hjá ungunum, gaman gaman en það gekk nú bara yfir á sólarhring.
Sólin er búin að skína (óþarflega mikið) alla vikuna, veit að ég má ekki segja svona sorry, en það er búið að vera ólíft inni hjá okkur vegna hita, sitjum bara og svitnum. Áttum frábæran dag á ströndinni í fyrradag þar sem leikið var með þennan fína gúmmíbát sem keyptur var og sló það heldur betur í gegn. Leifðum stóru börnunum að vera í fríi frá frítids en litli gutti var hjá dagmömmunni. Annars erum við nú bara búin að sitja hér útí garði, sötra á bjór og spjalla, hygge okkur eins og danirnir segja.
Við foreldrarnir skelltum okkur í FIELDS í dag að versla okkur föt og skó fyrir haustið og veturinn, endalausar útsölur útum allt.
Svo á laugardaginn ætlum við að leigja bíl og skutla ungunum til Roskilde í pössun en við erum að fara í brúðkaupspartý um kvöldið hjá Gumma og Fjólu, vinum okkar hérna á Kolleginu. Eigum pantað borð á Fonduestað niðrí bæ fyrir partý og ætlum sko að njóta þess að vera barnlaus og vitlaus, krakkarnir gista svo auðvitað í Roskilde.
Ætla svo að reyna að vera duglegri í að blogga, það er bara svo andsk.... erfitt að sitja hérna við tölvuna í þessum hrikalega hita, þið verðið bara að vera dugleg að sparka í rassinn á mér.
Venlig hilsen. Ævintýrafararnir.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

já Auður mín sendu nú sólina yfir til okkar það rignir bara hérna hjá okkur því er nú ver og miður á smat að batna um helgina en allavega marg að gerast segirðu já það er búið að vera 4 falt afmæli í familíunni Mamma og Dröfn 5 ágúst og Sighvatur 6 ágúst og Atli Fannar 1 Ág þannig að mikið að ske í þessari familíu hehe en maður saknar ykkar allra nú þegar sjáumst fljótt aftur knús og kossar
Kv Steinunn og Alexander
Ps Alex er búinn að vera með þessa pest og svo mamma með í maganum líka en ekki ælupestina þetta er vibbi þessi pest

2:04 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ kvitt kvitt og góða helgi. Þori ekki að stoppa hér lengi gæti fengið ælupest;) Skemmtið ykkur vel um helgina!!!

5:20 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home