föstudagur, ágúst 03, 2007

Ísland og lífið eftir Ísland

Íslandsferðin var alveg yndisleg, hún innihélt meðal annars:
Góða samveru stórfjölskyldunnar
Sumarbústaðaferð
Ótal margar sundferðir
Afmælisveislu
Fjölskyldu og húsdýragarðsferð
Strandarferð
Læknisferðir
Heimsóknir
Fullorðinsbústaðaferð
Sveitaball
Verslunarferð
Kentucky Fried sinnum 10
Og svo var bara leikið sér fram í rauðan dauðann.
Stórfjölskyldan
SPK pabbinn

Borgarsandsbarnabörnin


Á róló



Blómarós




Smyrilshólafjölskyldan





Fótboltastrákarnir okkar






Hluti af Garðabæjarbarnabörnunum
Kristjana Elín, Alexandra Líf, Kristófer, Ari Rafn, Stefán Blær, Ásrún Ýr, Birta, Ronja, Rakel Diljá

Áttum ansi erfiða ferð heim en við þurftum að bíða 9 tíma á flugvellinum, fyrst var tilkynnt um 7 tíma seinkun vegna eldingu í vænginn og svo þegar við settumst loksins inn í nýja vél kl. 23.00 um kvöldið( tek fram að við áttum að fljúga kl. 15.30.) þá komu í ljós tæknilegir örðuleikar þannig að við bættust tveir tímar. Iceland Express ekki vinsælir!!! Ansi erfiðir dagar eftir þetta rugl en þetta er allt að koma.

Annars hefur verið meira en nóg að gera eftir að við komum heim. Ég vann til 1. ágúst og þurfti þá að kveðja börnin og vinnufélaga mína sem var nú bara ansi erfitt. Fékk rosalega fallegan rósavönd frá einni stelpunni á deildinni minn og foreldrum hennar og svo fékk ég fallegt plöntublóm frá vinnufélögunum og rosalega fallegt kort með teikningum frá börnunum á deildinni.
Er í fríi til 20. ágúst en þá byrja ég aftur í skólanum og verð í honum fram á næsta sumar og þá tekur við enn ein hálfs árs praktik.
K. byrjar í skólanum 13.ágúst og B. svo 2 dögum seinna.

Pabbinn á leið á djammið í kvöld með nokkrum vinnufélögum, fyrst á að borða á Reef N beef og svo á pöbbarölt. Síðustu helgi var hann að steggja Gumma, einn kollegipabbann og var það víst þokkalegt fjör.
Við mæðgurnar fórum í skólafataleiðangur í gær þar sem skvísan fékk að velja sér kjól fyrir fyrsta skóladaginn og fleiri föt í HM. Fundum svo hina fullkomnu skólatösku síðustu helgi og ansi mikill spenningur fyrir fyrsta skóladeginum.

Á morgun ætlum við með vinafólki okkar, Guðfinnu, Eika og Telmu, niður á Islandsbryggju þar sem eru KULTURdagar en það er nokkurskonar festival, fullt að gerast fyrir börnin og fullorðna. Ætlum að eyða þar deginum og fara svo heim til þeirra og borða saman og hygge okkur fram eftir kveldi.
Bless í bili. Ævintýrafararnir.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hæ bara að kíkja hér inn,vondandi hafið þið átt skemmtilega helgi , hér var stuð, ákv var að skella sér með stórfjölskyldunni og var farið upp á m-Hof þar sem 65 einstalingar skemmtu sér vel.

kveðja og knús

Hjarðabrekkugengið

6:34 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Flottar myndir! það var svo gott að hafa ykkur nálægt...ég held ég bara troði mér í töskuna hennar Bergdísar því mig langar svo að sjá ykkur aðeins betur.
Lilja

12:48 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Greinilega góð ferð.
kveðja Hafdís

8:27 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ,hæ og takk fyrir síðast.. Æðislegt að hitta á ykkur og eiga notanlega kvöldstund í spjalli og skemmtun... Knús og kossar frá mér til ykkar allra..

3:50 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home