Vikan sem leið.
Já bara strax komin vika frá síðasta almennilega bloggi og ekkert spark í rassinn. Jæja, fínt. En það var sko alveg nóg að gera hjá familíunni.
Fyrsti sundtíminn hjá B. féll niður, sundlauginni lokað snögglega ???
Foreldrafundur hjá B. bekk þar sem mamman var valin í að vera annar talsmaður foreldra (aldrei getur maður haldið kjafti).
Pabbinn í fyrsta söngtímann.
Mamman mætti í framlæggelse í skólanum og gekk þrælvel, stærsta hlutverk mömmunnar í framlæggelsinu var að sippa (erfitt nám) og reyndar talaði hún aðeins á eftir.
Fyrsti sundtími K.
Pabbinn fór á frekar leiðinlega tónleika.
Fengum 3 fallegar stúlkur í heimsókn til okkar frá föstudegi til sunnudags en það voru Roskildesysturnar þær, Alexandra Líf, Ronja og Kristjana Elín.
Afmælisveisla Arnars Mána sem verður 4 ára á morgun en hélt þessa fínu veislu á laugardag.
Fyrsti tími B. í dansskóla.
Já semsagt nóg að gera.
Jæja er farin í skólann. Hej hej. Ævintýrafararnir.
6 Comments:
Sæt frænka sem þið eigið þarna og voðalega er hann Ari Rafn eitthvað handsome þarna :D
Knús og kossar frá okkur öllum!
jæjæa það er ímislegt að gerast í kaupin ertu búin að senda myndina sem eg bað þig um Birta helduru ekki að bósi hafi ekki komið með lifandi fugl inn áðan ég varð að kalla á afa þinn og ömmu til að bjarga fuglinum svo bósi og brindís mundu ekki borða hannég hund skammaði þá á eftir og þeir fá ekki að fara meira út í dag meira á morgunn langamma
Hæ fjöruga fjölskylda alltaf nóg um að vera!!!!!!!!! og ekki munar um auka börnin þið eruð snillingar.
Var ekki alveg að fatta hver er í skylmingum! en flottur búningur og taktarnir til staðar. Á svo að skella sér til Liverpool! hvaða leik ætlið þið að sjá? Torres var heldur betur tekinn í bakaríð af íslensku vörninni á laugardagskvöldið hann átti ekki sjéns!!! vona að hann standi sig betur í leiknum sem þið farið á.
Knúsið börnin frá mér og hafði það sem allra best
kveðja
Erla Jóh
Meiru snúðarnir á þessari mynd. Kærar kveðjur frá Sønderborg.
Alltaf er líf og fjör hjá ykkur hehe
Kveðja frá Bifröst
æ hvad thau eru sæt saman! kv. dora
Skrifa ummæli
<< Home