sunnudagur, október 07, 2007

Skemmtileg bíóferð

Fórum á þessa mynd í gærkveldi og hún var ótrúlega fyndin, langt síðan maður hefur hlegið eins og vitleysingur í bíó, mælum eindregið með henni.

Annars er það af okkur að frétta að börnin eru í skátaferð, fóru í gær og ekkert hefur heyrst frá þeim þannig að það hlítur að ganga vel. Þau koma svo heim í kringum 4 leytið í dag, eflaust dauðþreytt og ánægð.

Við kærustuparið fórum á Spiseloppen í gærkveldi og fengum okkur þessa fínu nautalund og skriðum þaðan út pakksödd, næst lá leið okkar á bar í nágrenni bleika bíósins þar sem mamman fékk sér langþráðan jarðaberjakokteil, nammi namm og svo var það bíó.

Eitthvað hefur þetta farið illa í pabbann því hann vaknaði í morgun með þessa skemmtilegu ælupest (tek fram að hann drakk ekki dropa af áfengi).

Jæja, best að hjúkra ástinni minni. Hej hej. Ævintýrafararnir.


3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

en skemmtilegur endir á góðri helgi eða þannig en þetta er víst að gagna alls staðar en ekki komið á minn bæ ennþá og vona að það verði ekki 7-9-13 en gangi ykkur vel láttu þér batna Jói
Kv Steinunn

1:14 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Vonandi batnar þér Jói, getur nokkuð verið að myndin hafi verið of væminn ??

4:32 e.h.  
Blogger AEL said...

Jú jú, hún var þokkalega væmin en maður verður að vera opinn, allaveganna voru góðir punktar inn á milli.

4:39 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home