fimmtudagur, október 04, 2007

3 tönnin farin

Fallegu börnin mín


Missti sína 3 tönn í dag


Alltaf jafn yndislegur
Börnin að braggast og lítur allt út fyrir að þau fari í helgarferðina með skátunum. K. hitalaus og fer í skólann á morgun honum til mikillar gleði, ég er ánægð á meðan það endist.
B. var með hitavellu í dag þannig að hún fer ekki í skólann á morgun, tek hana bara með mér í skólann þar sem ég þarf bara að vera í tvo tíma. Eigum svo að mæta með krakkana á Tårnbystation og þaðan fara þau með lest til Holte þar sem þau verða í skátabúðum fram á sunnudag.
Annað kvöld á ég svo svo klukkutíma vagt í uppvaski í skólanum mínum en þar er efterårsfest og sjá A-B og C bekkirnir um þá fest en ég er í B bekk. Allur ágóðinn rennur svo í útskriftarsjóðinn okkar.
Á laugardag erum við skötuhjúin búin að redda okkur barnapíu og ætlum út að borða á Spiseloppen sem er veitingastaður í Kristjaníu og svo ætlum við í bíó. Ætlum sko að hygge okkur og njóta þess að vera ein, sjaldan sem það gerist.

Jæja, nóg í bili. See you later. Ævintýrafararnir.



4 Comments:

Blogger Lilja said...

Haha, voða ertu orðin dönsk....vagt/vakt :D

Þetta er eins og þegar ég talaði um að hafa knút í maganum en ekki hnút :D

Miss you!

10:53 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

helgarkvitt ;)
Guðrún Elín

11:15 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Vá 3ja tönnin!!! Það er ekki einu sinni 1 laus í henni Rebekku Rut minni og hún bara skilur ekki af hverju þær eru svona fastar í sér hahahha frekar fúlt finnst henni.
Góða helgi,
Hafdís

2:36 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Það er vonandi að krakkarnir komist í ferðina. Er pakkinn kominn??

Kveðja frá Svíaríki

11:46 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home