Gat á haus og sýking í hálsi
Annars var helgin bara típísk, dansskóli hjá B. út að leika, kíkt í Amagercenter og HM.
Pabbinn skellti sér svo í afmæli til Hjalta á 5. hæð og svo var skellt sér á tónleika í Kristjaníu með Croisztans. Ekki virðist vera hægt að hleypa þessum sveitastrák einum út að skemmta sér því eftir því sem sögursagnir segja urðu sölumenn dauðans í Kristjaníu frekar pirraðir yfir ættjarðarsöng sveitastráksins (nánar tiltekið "Yfir kaldan eyðisand") og félögum hans vinsamlegast bent á að þagga niður í honum EÐA !!z!#$&/.....
Eitthvað þykist hann hafa götótt minni eftir þetta kvöld en hann kom allaveganna lifandi heim.
Baráttan við lúsina heldur áfram og var skvísan kembd í 3 skiptið í kvöld og ennþá finnast kvikindin, hún er nátturlega með svo mikið hár en við gefumst ekki upp, ónei nei.
Annars hefur dagurinn í dag ekki verið sá skemmtilegasti, byrjaði á því að K. vaknar og segist vera kominn með í hálsinn einu sinni enn, streptókokkasýking í 4 skiptið frá júlímánuði. Hann var heima drulluslappur með hita og fékk auðvitað lyf en nú var sent sýni í ræktun til að komast að hver fjandinn er að.
Ég fór í skólann og í miðjum leirtíma hringdi dagmamman og þá hafði AR dottið á hnakkann og fengið gat á hausinn og ég brunaði með taxa og sótti hann og við fórum á slysó þar sem sárið var límt saman.
Enginn skóli á morgun, leti, kannski smá tiltekt, þvottahúsið og kíkt í svona eins og eina bók.
Já, það er sko nóg að gera. Ævintýrafararnir.
1 Comments:
Ég mundi nú fara að prófa að slétta á henni hárið við það gætu eggin allavega eyðilast ef þú ert ekki að ná að kemba þau úr. Þetta virkaði allavega á Ísak í baráttunni minni löngu við lúsina um árið (þá var hann með síða hárið...og þetta rímaði he he) Var bara búin að gleyma þessu.
Kveðja Hafdís
Skrifa ummæli
<< Home