föstudagur, nóvember 07, 2008


Þessi gutti er nú ekki lakari en litli brósi í sínum jólafötum, vildi sko ekki fara úr þeim aftur.....

Nóg að gera á "stóru" heimili. Pabbinn vinnur mikið þessa dagana og ekki veitir af. Berlínarferð framundan hjá kallinum og svo auðvitað jólin sem kosta sitt þegar maður á 5 börn og þvælist á milli landa nokkrum sinnum á ári.

Hjá mér er nóg að gera, er nátturlega í praktik s.s. vinna fram til 1. feb og þar að auki á ég að gera udviklingsprojekt í vinnunni sem ég er í gangi með nú. Svo á ég að skrifa blaðagrein um verkefnið mitt sem á að skila 1. des. Svo er það nátturlega börnin og heimilið og verð ég að segja að fyrsta sinn á minni 3 ára háskólagöngu finn ég virkilega fyrir þreytu og pressu. Það hlaut að koma að því, aðeins 8 mánuðir eftir.
Krúttið fór í myndatöku í dag hjá dagmömmunni og var klæddur í jólafötin. Hlakka til að sjá myndirnar, vona að hann hafi brosað. Annars erum við mæðginin ein heima yfir helgina. Stóru börnin og pabbinn eru að fara í jólatúr í fyrramálið með skátunum og verða fram á sunnudag. Við AR ætlum í FIELDS á morgun að versla hitt og þetta, reyna að klára þessar blessuðu jólagjafir. Svo er aldrei að vita hvað kvöldið ber í skauti sér....Stefnum reyndar líka á að kíkja í heimsókn til Hrannar frænku, ansi langt síðan við höfum hitt hana.

Jæja, er ekki málið að opna einn jólabjór og leggjast yfir FACEBOOK...

Góða helgi. Ævintýrafararnir.

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Töffarinn, þeir eru báðir flottir þeir bræður.

þér á eftir að gana vel með þetta , vildi að ég væri byrjuð í jólavesinu en það kemur síðar

Góða helgi öll sömull

kv Hjarðabrekkugengið

10:30 e.h.  
Blogger Unknown said...

Flottur!!!

10:47 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ekkert smá flottur strákurinn!!! KLÁRA jólagjafir......já sæll, það er ekki að spyrja að því að á þínu heimili! Ég er ekki byrjuð á þessu....að hugsa um það en ekki meir. Bestu kveðjur og góða helgi, kv. Sigga

11:08 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Kíki alltaf reglulega á bloggið hjá ykkur en er ekki dugleg að kvitta :):) MMMMMMM jólabjór, þannig á það að vera;);)
Kveðja Erla Björg

3:15 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hæ öll sömuð

það eru öll svo smart og ömmu er farið að hlakka mikið til að þið komið heim skrifa meira seinna


langamma

5:35 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Það er alveg magnað hvað börnin spretta út, drengurinn er kominn með unglingasvipinn, svaka töffari.

MBK
Bifrestingarnir

7:26 f.h.  
Blogger Lilja said...

Æðislegur :D

9:30 f.h.  
Blogger Unknown said...

Mmmmm jólabjór! Hlakka til næstu jóla:)
Þessir strákar þínir eru náttúrulega BARA æði!

3:10 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home