miðvikudagur, október 01, 2008

Fréttabréf fjölskyldunnar

Það er nú meira skítaveðrið hérna í Köben þessa dagana og ekki er nú spáin skemmtileg. Spáð fyrsta "stormi" haustsins núna um helgina og ekki er það nú heppilegt fyrir skátabörnin okkar sem eru að fara í skátaferð frá fös-sun.

Annars er alltaf nóg að gera hjá okkur hérna á L806. Pabbinn syngur, vinnur, safnar skeggi og ég veit ekki hvað og hvað. Er stanslaust á djamminu þessa dagana og stefnir núna á Berlínarstrákaferð í nóvember, já þeir geta ekki verið minni en við kellingarnar.
En talandi um okkur kellingarnar þá tóku við ansi vel á því síðustu helgi á baðhúsadjamminu okkar, púha, mismunandi líftíminn á okkur en mikið ansi var þetta skemmtilegt. Við erum svo líka á leið til Berlínar en ekki fyrr en í mars, gaman gaman.
Stóri strákurinn okkar verður meiri og meiri gelgja með hverjum deginum, allt ömurlegt sem við segjum,leyfum honum aldrei neitt, fílapenslar á nefi og systkini hans ekkert sérstaklega skemmtileg. Kom ansi stoltur heim af skátafundi síðasta mánudag með 1 árs merkið sem segir að hann hafi verið í skátunum í eitt ár.
Prinsessan á heimilinu er nú ekkert sérstaklega mikil prinsessa. Ansi dugleg að stríða bræðrum sínum en er líka mjög mikil mamma í sér. Alltaf að passa upp á krúttið, stundum of mikið. Er dugleg í skólanum og ánægð með lífið yfir höfuð.
Krúttið er íþróttaálfurinn þessa dagana, alltaf að gera æfingar, hoppar og skoppar og er yfir sig ánægður með "íþróttaálfastrigaskóna" sem mamma hans keypti í Inter Sport í gær. Bíður spenntur eftir sendingu frá Lilju frænku en sú sending inniheldur íþróttaálfapeysu og sokkabuxur. Er farinn að tala nánast reiprennandi og þá mest íslensku og erum við frekar hissa á því. En við vitum nátturlega ekki hve mikið hann talar hjá dagmömmunni, allaveganna skilur hann dönskuna og svarar á dönsku þegar hann er spurður á því máli. Og svo er bara bleyja á næturnar og er foreldrarnir hæstánægðir með það. Er mikill boltastrákur og segir sko að lillapúl er sko besta liðið. Gáfaður drengur hér á ferð, ha ha.

Mamman á heimilinu vinnur og vinnur og lærir margt í leiðinni. Og svo eins og kemur fram hérna á undan þá djammar hún nú líka inná milli.
Já, þá er hér með fréttabréfi fjölskyldunnar lokið.
Áfram Liverpool. Ævintýrafararnir.

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Til Hamingju með múttu og alles en ég segi bara wow hefurðu einhverja orku eftir handa sjálfri þér pg familíunni lol en hvað varðar gelgjuna elskan mín kannast alveg við þetta sko lol bara soldið mikið nema fíla pennsla hefur hann ekki fengið en hann fær stundum pínku litlu hvítu nabbana sem er svo vont að losna við lol og þá aðallega á kollvikin og í kringum nefið en að öðru leyti voða litlar bólur og litla krúttið stækkar og stækkar vá hvað Ari Rafn er orðinn svo stór og Íþrótta Álfurinn er náttla bara besta sportið af okkur er allt ágætt að frétta ég sagði upp í skólanum svoddan skítakaup sem þeir voru að borga manni og álga og alles ómögulegt Alexander er næstum því að verða jafnhár mér og ekki fitnar þetta blessaða barn hann bara lengist og lengist og þyngist en ekki arða af fitu á þessari gelgju og Birta og stríðnin mig undrar hvaðan hún skyldi hafa það LOL :O) knus á línuna ;O)

10:30 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hæ öll fallega fjölskyldan mín nú kemur fréttabréf frá íslandi við fjóla amma vorum að djamma í gærkvöldi hún fer svo oft með mér til halds og trausts þar var veislustjóri einhver hermann sem vinnur í ss hann var svo bráð skemmtilegur að við erum enn að skelli hlæja að bröndunum sem hann sagði góður matur og mikið fjör annars var fjóla amma ekki í nógu góðu stuði því það var keyrt á skugga í gær og það varð að fara með hann í aðgerð því hann skemmdist á fæti sem betur fer brotnaði hann ekki en liðþófi á framm löpp rifnaði og var hann svæfður meðan allt var hreinsað og saumað saman jæja útvarp ísland búið í dag mikið knús og kossar frá langömmu vonandi kemst þetta í gegn

12:06 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Mér brá þegar ég sá myndin af K! og ég mun ekki sjá hann fyrr en næsta SUMAR! þá verður hann kominn trúlega með gorma og hýung! Birta alltaf jafn lík þér og lillinn bara mesta krúttið :)
Knús og kossar
Lilja

3:39 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hæhæ
omg sem betur fer stækka og þroskast þessi blessuð börn , en við sem eru eldri við breytumst ekkert , vonandi bara til batnaðar haha ,
Gjelgjan er nú alveg að fara með mér , hér er þráttað um hver megi mála sig og hverstu mikið og gilda hér ákv reglur sem ekki eru allir ánægir með en halló þær eru bara 10 og 12 en þær halda að þær séu miklu eldri er sko farin að kviða nærstu árin .
Annars er bara allt gott snjóa í nótt sem vonandi fer sem fyrst aftur , verðurspáin spái rigningu nærstu viku kemur í ljós.
Eigið góða helgi öll sömull
Knús á línuna
Hjarðabrekkugengið

8:09 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Go Liverpool ;)

10:17 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home