þriðjudagur, september 23, 2008

Púha hvað ég er þreytt. Er farin að hjóla í vinnuna og eru þetta 9 km aðra leiðina og ég hjóla sko ekkert rólega, það er sko gefið í. Þetta er samt ótrúlega hressandi og verður nátturlega léttara með hverjum deginum.

Var í vinnunni í gær frá 8.30 til 20, langur vinnudagur. Vorum með stofufund (bein þýðing) þar sem við á minni deild planlögðum veturinn, s.s hvað á að gera með börnunum t.d. rytmik og sanglege. Borðuðum saman og höfðum það kósí.

Í dag fórum ég og AR í 3 ára afmælisveislu hjá henni Líf en hún býr hérna á kolleginu ásamt mömmu sinni, pabba og bumbubrósa. Fengum dýrindis kræsingar og komum svo heim til B, K, og pabbans sem sátu og borðuðu fiskibollur, ha ha ha.

Svo á morgun er vinna, starfsmannafundur og svo beint á foreldrafund hjá K. bekk. Hjóli hjóli hjóli fram og tilbaka, jeiiiii.

Farin að sofa. Bæ. Ævintýrafararnir.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

kvitt kvitt

Dagrún og co

1:49 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home