miðvikudagur, ágúst 27, 2008

Ísland er einfaldlega besta land í heimi, ikke???


Vá, ég var að horfa á um 30.000 íslendinga taka á móti handboltalandsliðinu okkar, shit hvað ég var stolt af því að vera Íslendingur. Hlítur að vera geðveikt að vera landsliðsmaður og fá svona móttökur. Og jakkafötin sem Páll Óskar var í, algjör snilld.

Annars er ég núna í skólanum í 3 daga þar sem við hlustun á fyrirlestra og hittum umsjónarkennarann okkar og förum yfir hvernig gengur í praktíkinni. Og smá mont frá mér, var að fá einkunn fyrir Bevægelsesritgerðina mína sem ég skrifaði ein og skilaði fyrir sumarfrí, fékk 10 og er ógeðslega ánægð með það. Kennarinn bað þar að auki um að fá að halda ritgerðinni til að sýna framtíðar nemendum hvernig á að gera þetta, ójá kella, ekkert mál, ha ha. Verði þeim að góða að lesa íslensku/dönskuna mína.

Krakkarnir byrjaðir á fullu í skátunum og var B. að baka bollur fyrr í dag með félögum sínum. K. var að æfa sig að saga og fær bráðum 1 árs merkið sitt, svaka spenntur.

Svo var K. í dýragarðinum í dag með bekknum sínum í hellirigningu en það skemmdi ekki fyrir, honum fannst alveg rosa gaman enda vel gallaður í gúmmískóm, íslendingurinn klikkar ekki á því.

Grillcafé á föstudagskvöld á fritidsheimilinu hans K. þar sem við tökum kjöt með okkur og grillum og þeir bjóða upp á meðlæti. Svo auðvitað er selt öl og gos á staðnum.

Já, svo fjölgar enn saumklúbbsafkvæmum. Kolbrún og Maggi í K-inu voru að eignast hana Kötlu Guðnýju fyrir 3 dögum og gekk allt eins og í sögu. 3 börn fædd á þessu ári og eitt á leiðinni í janúar, gaman að þessu.

Stefnum á tívolíferð um helgina og verður Bakken fyrir valinu. Spáin um helgina er geðveik, 23-24 stiga hiti og sól. Dejligt.

Farvel. Ævintýrafararnir.

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

ég var einmitt að hugsa til ykkar þegar ég var að horva á herleg heitinég vorkenndi ör þreyttum drengunum að sitja undir öllu blaðrinu þeir þráðu ábyggilega meira að fara heim og sjá börnin sín yndis legt að heyra hvað börnunum gengur vel ég ætla að senda þeim eitthvað smá vegims eftir helgina 10 knús og 10 kossar langamma

12:26 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með tíuna-þetta er nú ekki á allra færi....

kveðja
Erla Jóh

12:42 f.h.  
Blogger Lilja said...

Til lukku með 10-una :D

2:08 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

þú mátt alveg með réttu vera hreykin með áranginn ég veit að frammhaldið verður eins


nafna

11:10 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

þú mátt alveg með réttu vera hreykin með áranginn ég veit að frammhaldið verður eins


nafna

11:10 f.h.  
Blogger AEL said...

Takk fyrir það kvensur.
Hver er þú nafna??

11:14 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingu með 10-una, framhaldið verðu leikur einn :)

Vá hvað maður er stoltur að vera islendingur, horfðum á beina útsendingu frá heimkomu þeirra og allt til enda frábært hjá þeim

knús á línuna

Kv Hjarðabrekkugengið

1:42 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home