miðvikudagur, júní 25, 2008

Í dag á hún elsku besta Erla amma mín afmæli og er hún aðeins 78 ára, enginn aldur á á kellu.
Arnaldur Goði, vinur hennar B. er líka afmælisbarn dagsins, 6 ára gamall og að byrja í skóla í haust. B. var einmitt í afmælisveislu hjá honum í dag en hann er þessa stundina staddur hjá pabba sínum hérna í Köben. Það var líka svona gaman í afmælinu að skvísan fékk að gista og ætlar pabbinn að fylgja henni í skólann í fyrramálið.
Ragnheiður, Eyjósystir, Kollegibúi og saumómeðlimur á líka afmæli í dag, 28 ára unglamb.
Fjórða afmælisbarn dagsins er Védís, fyrrverandi Kollegibúi og núverandi saumómeðlimur. Védís er á besta aldri, 31 árs.
Innilega til hamingju með daginn öllsömul.
Já, það er sko nóg að gera hér á bæ. Bergdís Líf í heimsókn og er manni þvælt í búðir fram og tilbaka, nei djók. Mamman á bænum í ritgerðarskrifum en vonast til að klára á morgun og koma ritgerðinni í póst til kennarans í síðasta lagi á föstudagsmorgun en þá er hún komin í sumarfrí, jeiii. Og hún á líka afmæli á föstudag, aðeins 23 ára. Ætlum þá út að borða í hádeginu því pabbinn ætlar að vinna um kvöldið fyrir BonBonland ferðinni sem við ætlum í á laugardag ásamt Ragnheiði, Ingva, Sindra Rafni og Lovísu. Krakkarnir búnir að bíða eftir þessari ferð í ár og aldir. Fyrir þá sem ekki vita hvað BonBonland er þá er þetta skemmtigarður hérna fyrir utan Köben.
Svo er það bara pökkunarsunnudagur og á mánudag mætum við á klakann, jeiiiiii.
Ég verð svona í lokin að minnast aftur á Duran Duran tónleikana, það var svo gaman að ég hef bara ekki vitað annað eins. Þeir byrjuðu á slaginu átta og spiluðu í rúma tvo tíma án pásu. Öll gömlu góðu lögin og ný inn á milli sem eru nú bara alveg ágæt. Ég táraðist margoft, fékk gæsahúð og við unnustinn sungum og tjúttuðum eins og brjálæðingar. Hefði aldrei búist við þeim svona góðum og ennþá svo sætum, ha ha. Fyndið að sjá svona margt fólk á sama aldri og við samankomið og það besta var að það voru engir unglingabjánar þarna, aðeins þroskað fólk og eins og við á besta aldri, ha ha.
Jæja, seinni hálfleikur er byrjaður. Verð að hætta.
Bæjó. Ævintýrafararnir.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

kvitt kvitt

knús á linuna

Hjarðabrekkugengið :)

4:38 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ það er heldur betur farið að styttast, hlakka til að sjá ykkur. Kv. Sigga (ætla að láta þrífa ísvélina á morgun svo hún verði nú klár alla næstu viku...... ;-))Sjáumst!!!!

12:27 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Afmæliskveðjur, asskoti ertu heppin að vera aftur orðin 23 ;-)
kkv. Sigga Þ.

2:53 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home