fimmtudagur, júní 05, 2008

Sólin skín í Kaupmannahöfn þessa dagana, erum öll gjörsamlega grilluð en bara gaman af því. Hitinn á víst að hækka og ná hápunkti um helgina. Kollegibörnin eru ansi þakklát fyrir vatnsúðagræjuna sem norsarinn keypti og plantar útí garð í mesta hitanum, bara snilld. Grillum hér úti næstum hvert einasta kvöld því það er nánast ólíft að vera inni í þessum hita.

K. kom heim í gær úr 3 daga hyttetur með bekknum sínum og var ansi þreyttur en sáttur.
Annars er allt fínt að frétta af okkur, AR talar meira og meira, dansk-íslenskt í bland, segir t.d. mamma við mig hérna heima en þegar við erum hjá dagmömmunni segir hann mor og svo kallar hann alla karlmenn, "pabbinn" og konur "mamman". Er bíla og flugvélasjúkur eftir Íslandsferðina með pabba sínum, ef hann sér flugvél þá er hann að fara með pabba að fljúga og skilur ekki af hverju við förum aldrei í bíl, alltaf bara labbandi eða hjólandi. Sá á eftir að njóta sín á Íslandi í sumar...

Já, ég má nú ekki gleyma að segja ykkur frá því hvað minn yndilegi unnusti gerði í vikunni, haldiði bara að hann hafi gefið mér eitt stykki glænýja fartölvu í afmælisgjöf. Algjör glæsigræja sem ég er gjörsamlega hrikalega ánægð með.

Nóg að gera um helgina fyrir utan að sleikja sólina, Karíus og Baktus sýning og 18 ára afmælispartý hjá Christian frænda. K. fer í skátaferð lau-sun og ætlar sko að vinna sér inn 20 km merki til að sauma á skyrtuna sem þýðir að hann gengur 20 km, dugnaðarstrákur.....

25 dagar í landið góða..
13 dagar í Bergdísi Líf, bestu frænku..

Gaman, gaman. Ævintýrafararnir.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Mikið rosalega verður gaman að hitta ykkur þegar þið komið heim :)
Kossa og knús úr Sandgerði....
Elín, Guðrún og Ronja :)

5:23 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hérna erum við alveg rosalega hamingusöm með okkar RIGNINGU , sko
dansinn virkaði :) allavega er karlinn hressari núna :)
Góður karl sem þú átt , þarf að benda mínum á þetta :)
Eigið góða helgi í sól og sumaryl

Knús á linuna
Hjarðabrekkugengið sem elskar rigningu þessa stundina

7:30 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

mikið að gerast hjá ykkur elskurnar mínar en hvar birta engilinn minn í öllu þessu fjöri nú stittist þangað til krúttið getur farið að sitja í bílnum hennar langömmu allan daginn en hvar er birta í öllu þessu fjöri birta veistu hvað það kom voða vondur köttur og bei stórt stykki úr rófunni hans bósa og við fjóla amma urðum að fara með hann til dýralæknis og bósi var svæfður meðan læknirin gerði að sárinu hans bósi er ansi aumur en þá meiri fréttir ámorgun knús knús langamma
itja í bílnum hennar ömmu

10:03 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

birta er mamma þín búin að lesa fyrir þig það sem kom fyrir bósa hann er nú að jafna sig en veistu hvað brindís er búin að vera svo vond við bósa hvæsir og urrar á hann aumingja bósi skylur ekkert í henni kystu alla frá langömmu

7:34 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home