mánudagur, maí 19, 2008

Fallega kóngafólkið


Besta mynd helgarinnar

Jæja, það er búið að vera nóg að gera á þessu heimili síðustu daga.
Foreldraviðtal í skólanum hjá K. og var bara allt þokkalegt að heyra. Ef eitthvað er þá er hann á undan í náminu en sociallega séð er þetta ekki alveg nógu gott en á góðri leið.
Förum núna á fimmtudag í foreldraviðtal hjá B. og verður spennandi að heyra hvað kennararnir segja um skvísuna.

Við nokkrar af kollegikerlingunum gæsuðum Lísu, eina úr saumónum síðasta lau, fórum í keilu, röltum Istedgade og keyptum ferðavíbrator handa henni(alltaf gott að eiga í lestinni og svona), fórum út að borða á Kínverskum stað þar sem maður borgar 200 kall og étur og drekkur (vín, bjór og gos) eins og maður vill í 3 tíma, algjör snilld, og svo enduðum við á skemmtistað niður í bæ. Góður dagur í góðum félagsskap.
Feðgarnir voru einir heima því systkinin fóru á flakk með föðurafa sínum og ömmu í húsbílnum þeirra og gistu þau þar eina nótt.

Já, það er líka búið að bætast við nokkur Jæja Konu afkvæmi, Rán og Gilli eignuðust Önnu Ísey þann 17. apríl og svo bættist við strákur hjá Áslaugu og Sverri þann 8. maí. Innilega til hamingju með þetta öllsömul, manni hlakkar mikið til að kíkja á þessi krútt í sumar.

Og talandi um sumar, það er svo augljóslega komið, svo margt að gerast framundan að hálfa væri nóg, þ.á.m.

Sangcafé hjá húsbóndanum þar sem hann ætlar að stiga á stokk og syngja nokkur lög.
Kulturfest í skólanum hjá K og B.
Hyttetur í 3 daga hjá K. með bekknum hans.
18 ára afmælisveisla Christians frænda.
Karíus og Baktus sýning.
Sommerfest hjá skátunum.
Bergdís Líf frænka mætir á svæðið.
Sommerfest hjá K. á fritids þar sem hann leikur í leikriti.
Duran Duran í KB Hallen.
Bon Bon land.
Íslandsferð sem inniheldur sumarbústað, útilegu, landsmót, brúðkaup, ofl. ofl. skemmtilegt.

Bless bless í bili. Ævintýrafararnir.

6 Comments:

Blogger Lilja said...

Þú verður að útskýra myndina frekar?

10:10 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Það líf og fjör hjá ykkur bara brjálað að gera , gaman að heyra að gengur vel hjá K.

knús
Dagrún og co

6:56 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Skildi ekki myndina, enn það er augljóslega mikið að gera hjá ykkur á næstunni.
Kveðja frá bifrestingunum

1:28 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

mig langar í nyja mynd af krúttinu mínu segiðð mér hva er í fréttum ótal knús langamma

11:04 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

jæja þá er eg komin úr brúðkaupinu það var mikið gaman lovísa var í 40 ára gömlum kjól sem amma hennar áttiþað þurftiauvitaað þrenga hann því hún er eins og tannstöngull en kjólinn var einn draumur þú átt eftir að fá sendar myndir úr veislunni salka var líka í svaka sætum kjól sem mig langar að fá á birtu mína jón einar var eins og lítill herramaður með í barminum og lét pabba fá hringjana svaka sætur meira seinna margir kossar langamma

12:40 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ekki að guma mikið af sólinni hér er blæja logn og glaða sólskin þið ættuð bara að vera komin heim í hreina loftið astar kveðjur

langamma

12:26 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home