þriðjudagur, apríl 29, 2008


Mynd fyrir ömmu og afa Garðabæ. Takk fyrir gallann!!

Það vara mjög gaman hjá krökkunum í skátaferðinni og komu þau drulluskítug og dauðþreytt heim.
Erum alveg að verða búnar með ritgerðina, klárum hana örugglega í dag og svo á að skila á morgun. Svo höfum við rúmlega viku til að undirbúa okkur undir fremlæggelse en nú förum við inn hver fyrir sig, ekkert hægt að treysta á hina, aðeins sjálfan sig, shit. Ég á að fremlægge kl. 12:40 á föstudag í næstu viku, næst síðust í bekknum, alveg glatað. Maður fær svo einkunnina strax þannig að þetta verður spennandi, mín fyrstu alvöru einkunn.
Það er sko sannarlega tannlæknadagur hjá okkur í dag, AR að fara í fyrstu skoðunina og ég verð nú bara að segja að mig hlakkar ekki til. Hann er alveg hræðilega erfiður að láta tannbursta sig. Svo er hinn strákurinn minn að fara í fyrstu viðgerðina, smá skemmd í einni tönn sem þarf að laga. Hann er svo stressaður greyið að verða deyfður og svo borað.
Jæja, stelpurnar mættar. Bið að heilsa í bili. Ævintýrafararnir.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Geggjuð mynd af honum og ekkert smá flottur í nýja gallanum.
Þú átt eftir að rúlla þessu prófi á föstudaginn, alveg viss um það.

Myndin af prins pólóinu minnir mann nú bara á ferðina til Póllands í haust. Ekkert smá gaman að fara þangað.

Góða langar helgi :)
Kveðja,
Hafdís Sig.

8:09 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home