föstudagur, apríl 04, 2008

Komin helgi og við AR sitjum hérna í rólegheitunum og hlustum og horfum á SSól á tónleikum, bara snilld.
Er í fríi í dag og á mánudag þannig að þetta er 4 daga helgi, ekkert smá þægilegt. Pædagogik 0-6 ára er búið og við fengum rosahrós fyrir að vera góður og áhugasamur hópur sem framlagði vel og svaraði ennþá betur og nú tekur við önnur törn í sundheds og socialfag og sú törn endar með okkar fyrsta alvöru lokaprófi þar sem við fáum okkar fyrstu alvöru einkunn.
Við mæðgurnar vorum að koma úr mömmudekri, ég semsagt klippt og lituð og hún fær svona eins og fimm sleikjóa í boði hárgreiðslustofunnar og blaðrar af sér vitið. Fritids lokað í dag hjá henni þannig að hún fékk að koma með, annars hefði ég nú notið þess að vera ein, alltaf gott annars slagið.
Stóru karlmennirnir í sundi eins og alltaf á föstudögum. Kallinn að fara á djammið á morgun með nokkrum félögum úr vinnunni þannig að það verður extra huggó í kvöld hjá okkur. Já, og svo er K að fara í eitt enn afmælið hjá bekkjarfélaga á morgun. Ætli við restin af familíunni förum ekki í FIELDS á meðan og verslum skó og sandala á liðið, sumarið nálgast.
Á morgun á svo hún Kristrún Ósk mágkona mín afmæli og verður hún 22 ára og viljum við senda henni þúsund kossa og hörkufast kram og við vonum að hún eigi sem bestan afmælisdag.
Mér finnst þið nú ekkert sérstaklega dugleg að kvitta þessa dagana, alltaf gaman að sjá smá lífsmerki.
Góða helgi öllsömul og áfram Liverpool. Ævintýrafararnir.

9 Comments:

Blogger Heiðrún said...

mmmm, sandalar...

12:12 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Skil þig með kvittið, mín afsökun er reyndar sú að ég hef ekki komið hingað síðan ég kvittaði síðast ;)
Hvenar ertu aftur búin með námið?
Kveðja frá Sønderborg.

8:44 f.h.  
Blogger AEL said...

Takk fyrir það Hafdís, ég veit að það eru nokkrir sem kvitta alltaf. Ég er búin sumar 2009.

9:28 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hæhæ sko við tökum þetta ekki til okkar KVITTUM ALTAF , hér er allt gott að frétta allir í stuði , erum á leiðini í þetta margrómaða kartöfluball í Þykkvabænum eigilega skyldu mæting svo maður fá frið fyrir kokkinum í vinnuni á mánudaginn :)
Eigið góða helgi krúttinn mín
skál í rauðvíni

knús Dagrún og Steinn

9:30 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég er nú reyndar búin að spjalla við þig núna nýlega á msn þannig að ég hef ekekrt samviskubit lol :P bara búin að vera svo ógeðslega busy með vinnurnar hjá mér og svo allt hitt líka skal reyna að vera duglegri að kvitta á næstunni knús og kossar til ykkar allra í fmailíunni líka hinnar familíunnar þarna hinu megin við hornið lol vonandi hafið þið haft það gott um helgina hlökkum til að sjá ykkur í sumar biðin styttist hehe
Kv Steinunn og Alex ;O)

6:35 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Kvitta fyrir Erlu langömmu þar sem ég prenta þetta út og fer með til hennar á eftir
knús
Guðrún frænka

2:54 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Kvitt kvitt
Kveðja frá Bifrestingunum

10:20 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég tek þetta þá bara á mig, er löt að kvitta og viðurkenni það alveg...en kíki reglulega við, alltaf jafn gaman að lesa og fá að fylgjast aðeins með ykkur...
kv. Sigga Þ.

4:23 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

HaHAHa Sigga góð að taka á sig skellinn fyrir alla aðra sem eru latir LOL þar á meðal ég en ég viðukenni það alveg ég kíki nú liggur við dagsdaglega á bloggið hjá ykkur hef bara ekki alltaf orku til að kvitta þótt skömm sé að en þið eruð ekki gleymd þannig að Kvitt Kvitt fyrir mig og pre teen´inn hérna já þessi hlaupa hjól eru nú ekki alltaf besti vinurinn Alex reif einhverntímann upp á sér alla ristina eftir að hada verið að sitja á hlaupa hjólinu og datt síðan bara týpískur strákur með þetta dæmi ekkert nema ör á handleggjum og fótum lol en vonandi verður vikan góð takk fyrir mig ;O)
Kv Steinunn ;O)

3:31 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home