Afmælisveislan gekk fínt og fengum við marga skemmtilega gesti og afmælisbarnið fékk margar fínar gjafir.
Annars er allt gott að frétta af okkur hérna í L806.
K. duglegur að vera úti að leika sér með vinum sínum og er duglegur í skólanum. Er með Scary Movie æði þessa dagana, er búinn að teikna 100 blaðsíðna myndasyrpu um Scary Movie og eru pædagogarnir á fritids duglegir að skrifa texta við myndirnar. Er viss um að hann eigi eftir að gefa út sína eigin myndaseríu í framtíðinni, er ótrúlega klár að teikna og er með alveg ótrúlegt ímyndunarafl.
Birtan er soldið óþekk í skólanum og fer stundum í skammakrókinn, mætti tala soldið minna í tímum og er óhagganleg þegar hún fer í fílu, skil ekki hvaðan hún hefur þetta skap, hmmmm, ha. En annars er hún þrældugleg eins og alltaf og er alltaf að sýna okkur eitthvað sem hún er búin að læra í skólanum. Mér finnst bara svo skrítið að hún er ekkert farin að læra að lesa, aðeins að læra bókstafina. Danirnir eru bara svo á eftir Íslendingum í grunnskólanum. Þau verða sko að spíta í lófana þegar við flytjum heim, það er ekki spurning.
Krúttið er alltaf sama krúttið. Er að springa úr frekju en það er örugglega okkur foreldrunum að kenna, dekrum hann uppúr öllu valdi. Æi, er það ekki alltaf svona með yngsta barnið og hvað þá þriðja. Er alltaf glaður og er gjörsamlega vitlaus í að sitja fyrir framan tv og horfa á Sálina eða SS Sól á tónleikum. Svo er Shrek ekki af verri endanum.
Er að framleggja einu sinni enn á morgun, er komin með svo mikið ógeð af hópavinnu og fremlæggelse að hálfa væri nóg. Spurði í skólanum í dag hvort það væri fleiri íslendingar í skólanum og hún hélt að það væri einn en var ekki viss. Og svo voru tveir að sækja um en hún var ekki viss um að þeir fengju inngöngu. Hef nefnilega ekki hingað til rekist á neinn íslending í skólanum sem er soldið spes en mér finnst það bara fínt. Þá erum við ekki að rotta okkur saman útí horni. Væri samt gaman að hitta á svona eins og einn.
Jæja, best að æfa mig fyrir framan spegilinn....Kære klassekammerater....i dag vil jeg snakke om ligestillingspædagogik.... já spennandi, er það ekki.
Knús og kossar frá okkur í Köben. Ævintýrafararnir.
1 Comments:
Hæ hæ
átti að senda skilaboð frá Erlu ömmu. Hún er nú á Reykjalundi og var þó nokkuð mikið veikari en þeir gerðu sér grein fyrir. Hún er búin að vera í miklum rannsóknum og er með mikinn koltvísýring í blóðinu og þarf súrefni allan tímann, ef að fara í kæfisvefnsvél um helgina og ætla þau að nota tímann til að stilla hana fyrir ömmu. Hún fer ekkert heim um helgina, má ekki vera án súrefnistanks. Bað mig að skila ástarkveðju og knúsa til ykkar allra og ég prenta út bloggið svo hún geti lesið um ykkur :)
Knús
Guðrún frænka
Skrifa ummæli
<< Home