miðvikudagur, mars 12, 2008


Kellan við múrinn


Nýkomnar til Rutar, megaflottar með skegg

Já, Berlínarferðin var hreint og beint frábær, hef sjaldan skemmt mér eins vel og félagsskapurinn ekki af slakari laginu.

Föstudagskvöldið byrjaði með því að við "dönsku" hittumst úti á pizzateríu og fengum okkur nokkra kalda og þaðan héldum við upp á völl þar sem enn fleiri kaldir bættumst við, lentum í smá seinkun en engin kvartaði yfir því, þá var bara tími fyrir ennþá fleiri kalda. Flogið var upp og strax niður, varla tími fyrir einn volgan í vélinni, erum sem sagt bara 40 mín að fljúga, algjör snilld. Slógum nátturlega í gegn í vélinni eins og típiskir fullir íslendingar gera sem leiddi til þess að Heiða var spurð um aldur og mér sagt að setjast niður og helst þegja, ha ha.
Við mættum heim til Rutar um miðnætti með skegg, ótrúlega fyndnar að okkur fannst og þar tóku á móti okkur Rut og þær fimm "íslensku" og var nátturlega djammað fram eftir morgni, mislengi reyndar....
Á laugardeginum var skellt sér niður í bæ í nokkru grúppum, skoðað hitt og þetta, verslað og drukkið soldið. Áttum pöntuð borð á blindraveitingastað kl. 17:15 þar sem við mættum galvaskar eftir leigubílaferð dauðans og auðvitað of seint en það reddaðist. Þessi veitingastaður er semsagt með blinda þjóna og maður pantar áður en maður er teymdur inn í sal þar sem er meira en niðamyrkur, ekki séns að sjá neitt. Þar situr maður semsagt og borðar og drekkur í myrkri, alveg rosalega sérstakt og ógeðslega gaman. Hópnum var skipt niður á tvö borð og við á okkur borði datt nátturlega sú vitleysa í hug að borða eftirréttinn á túttunum sem við og gerðum, ha ha, get ekki annað en hlegið þegar ég hugsa um þetta.Já, við sátum semsagt 7 kellur á brjóstunum og gæddum okkur á eftiréttunum með fullan sal af fólki í kringum okkur. Eftir matinn bættust við tvær kvensur, ein "dönsk" og ein "þýsk" og var ákveðið að skella sér á rússneskan pöbb þar sem ansi margir kaldir runnu niður og svo enduðum við á öðru stað þar sem við rúluðum tónlistinni með t.d. Pixies og fleirum snillingum. Þaðan var dröslast heim upp undir morgni og sofið fram á hádegi.
Sunnudagurinn fór í að skoða múrinn, finna mat að borða og svo bara rölta um. Vorum komnar upp á flugvöllum kl:18.30 eftir enn eina ferð dauðans með leigubíl, oj. Lentum svo hérna heima um kl:21 og vorum komnar heim um kl:22 sælar og þreyttar.

Já, þetta var ferðin í hnotskurn og það er sko alveg á hreinu að þetta verður að endurtaka fljótt. Og Rut, þú veist að þú ert best, takk enn og aftur.

Fór svo til Malmö í gær að skoða tvo leikskóla þannig að ég er frekar þreytt og hlakka mikið til að komast í páskafrí á föstudag.

Biðjum að heilsa í bili. Ævintýrafararnir.

6 Comments:

Blogger Lilja said...

Takk kærlega fyrir góða samveru kæra systir, rosa gott að sjá þig!

Var Kristófer ánægður með afmælisgjöfina? Ooooog....er Jói búinn að sleikja súkkulaðið af brjóstunum? :D

7:04 e.h.  
Blogger AEL said...

Takk sömuleiðis Lilja mín.
Já hann var ánægður með gjöfina, stórt knús frá honum.
Já, hann er sko búinn að sleikja súkkulaðið og fannst það gott á bragðið,ha ha.

7:56 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Vá hvað hefur verið gaman hjá ykkur... he.he.he.. en að borða eftirréttinn á túttunum.. he.he.he.. ekki alveg að ná því ennþá.. Hafið það nú gott um helgina;-) Knús og kveðja frá Selfossi.. Kv. Þórunn

9:17 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Það hefur aldeilis verið fjör hjá ykkur í Berlín. Eins gott þú komst heil heim eftir leigubílaferðir dauðans.
Kveðja frá Svíaríki

9:24 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

þetta hefur verið mikið fjör þessi ferð hjá ykkur, þessi veitingarstaður hefur verið frábær hehe segi eins og þórunn borða á túttunum geggjuð hugmynd :)
ættu þeir séu með nætursjónauka :)

knús á línuna

sólakveðja frá Hjarðabrekku

3:29 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ooooooooooooooooooo öfund kv.dora

11:09 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home