Ace Ventura klikkar ekki....eða þannig
Hann er svo yndislegur hann yngri sonur minn. Nýjasta nýtt hjá honum er að biðja um að fá að sjá Ace Ventura nr. 2 og svo grætur hann sáran yfir byrjunaratriðinu þegar Ace er að reyna að bjarga Þvottabirni niður af klettum en svo hrapar hann, sko þvottabjörninn. Svo þegar atriðið er búið þá vill hann ekki sjá meira, er alveg miður sín. Ótrúlegt alveg.
Annars er krúttið kominn á pensilínskammt nr. 2 sem hann fékk í morgun og er kominn aftur með háan hita. Þetta er alveg óþolandi þetta veikindastand, hann er svo pirraður greyið að hanga hér inni alla daga og ekki erum við minna pirraðri. Þetta hlýtur að lagast fljótlega, er það ekki????
Var að byrja í nýju í skólanum í dag. Erum núna í bland þeir 3 bekkir sem byrjuðu á sama tíma, A-B-C og áttum við að velja á milli 6 þema þ.e. 0-6 ára, 6-10 ára, 10-16 ára, börn með sérþarfir eða fatlaðir fullorðnir. Ég valdi 0-6 ára þar sem ég ætla að vinna í leikskóla í framtíðinni og verðum við næstu vikurnar að heimsækja ýmsar stofnanir tengdum þessum aldri og köfum djúft niður í bækur og teoriur til að læra sem mest um þennan aldur. Förum t.d. í heimsókn í leikskóla í Svíþjóð sem verður eflaust forvitnilegt. Já, ansi spennandi tími framundan. Já svo auðvitað í restina verður skrifuð ritgerð og framlæggelse fyrir einn af hinum hópunum.
Jæja, best að sinna litla sjúklingnum.
Knús á línuna. Ævintýrafararnir.
Annars er krúttið kominn á pensilínskammt nr. 2 sem hann fékk í morgun og er kominn aftur með háan hita. Þetta er alveg óþolandi þetta veikindastand, hann er svo pirraður greyið að hanga hér inni alla daga og ekki erum við minna pirraðri. Þetta hlýtur að lagast fljótlega, er það ekki????
Var að byrja í nýju í skólanum í dag. Erum núna í bland þeir 3 bekkir sem byrjuðu á sama tíma, A-B-C og áttum við að velja á milli 6 þema þ.e. 0-6 ára, 6-10 ára, 10-16 ára, börn með sérþarfir eða fatlaðir fullorðnir. Ég valdi 0-6 ára þar sem ég ætla að vinna í leikskóla í framtíðinni og verðum við næstu vikurnar að heimsækja ýmsar stofnanir tengdum þessum aldri og köfum djúft niður í bækur og teoriur til að læra sem mest um þennan aldur. Förum t.d. í heimsókn í leikskóla í Svíþjóð sem verður eflaust forvitnilegt. Já, ansi spennandi tími framundan. Já svo auðvitað í restina verður skrifuð ritgerð og framlæggelse fyrir einn af hinum hópunum.
Jæja, best að sinna litla sjúklingnum.
Knús á línuna. Ævintýrafararnir.
5 Comments:
Vonandi fer hann að hressast litli snúðurinn.. erfitt að standa í svona veikindum.
Hæ hæ, vonandi fer þessu nú að ljúka hjá ykkur, ég held bara svei mér þá að ykkar skammtur hlýtur að vera búinn!!! Baráttukveðjur frá Hellunni, kv. Sigga
Ace Ventura klikkar ekki :) ...nú verð ég að fá Eyjó til að fara út á leigu svo ég geti horft á bæði 1 og 2 á morgun meðan ég jafna mig á ælunni.
Látið ykkur annars batna kæru hjú!
Ég er einmitt að fara til Svíþjóðar í námsferð með leikskólanum mínum 1-5 maí :)
við förum og skoðum 2 leikskóla og bókasafn líka....
Bið að heilsa ykkur :)
Kveðja
Kristrún Ósk
hæhæ
vonandi fer litli að hressast ,
allt í góðu hér ,brjalað að gera eins og vanalega bara gott mál :)
biðjum að heilsa í bili
knús og kossar frá
Hjarðabrekkugenginu sem er í brjáluðu skafrenningi og snjókomu þessa stundina
Skrifa ummæli
<< Home