fimmtudagur, febrúar 14, 2008


Já, sólin skín í Kaupmannahöfn en það er sko skítkalt.

Þessari veikindahrynu ætlar ekki að linna, krúttið vaknaði í morgun með eyrnabólgu en réttara sagt flæðir viðbjóður úr eyranu á honum. Fórum nú með hann til dagmömmunnar en þurftum svo að sækja hann um hádegið, þá var minn ekkert sérstaklega hress. Vildi bara koma heim og sofa sem hann jú gerði, aðeins 3 tíma, takk fyrir.
Höfum hann heima á morgun og ætlum við kíkjum ekki til dokksa, þ.e. ef hann verður ekki betri á morgun.

Mamman er á fullu í hópavinnu, er búin að vera að skrifa ritgerð alla vikuna sem á að skila á mánudag og svo verja mið/fim eða föstudag, jei mitt uppáhald eða þannig.
Frekar leiðinlegt að vera svona upptekin þessa viku þegar börnin eru í fríi í skólanum, væri sko miklu frekar til í að dúllast eitthvað með þeim.

Pabbinn að vinna mikið þessa dagana, Kim vinnufélagi hans er í Tælandi í mánuð og þess vegna mætir hann átta á kvöldin. Er svo byrjaður í söngnum aftur og hefur alltaf jafn gaman af, framtíðar tenór á ferðinni.

Róleg helgi framundan, stefnum á að fara með stóru börnin í bíó á lau, þ.e. ef við fáum einhverja pössun fyrir krúttið, einhver sem bíður sig fram?
Annars á bara að njóta þess að vera til.

Farvel. Ævintýrafararnir.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

úfff... meira veikindavesenið hjá ykkur greyin mín... Vona að þið eigið góða helgi framundan;-) Knús og kveðja frá Selfossi..
Kv. Þ.S.

9:49 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sá litli fær alla mína samúð, ekki gaman að vera með eyrnaverk.
Kveðja frá Bifröst

8:20 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Mátti til með að senda þér hamingju óskir með Poolarana var að sjá þetta efast ekki um að þið séuð alveg mega ánægð með sigurinn er það ekki annars ??

Kv Steinunn ;O)

2:26 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home