þriðjudagur, janúar 29, 2008



Er á fullu að æfa mig fyrir fremlæggelsið á fimmtudag. Þetta er eitt af því ömurlegasta, leiðinlegasta og erfiðasta sem ég geri þannig að ég eiginlega vorkenni fjölskyldunni minni mikið þessa dagana að umgangast mig, er ekki sú þolinmóðasta. Ennnnn þetta verður búið c.a. 13.30 á fimmtudag og þá má "vonandi" fagna.

Svo um helgina er sko margt að gerast hjá okkur fjölskyldunni.

Pabbinn á djamm með kollegikörlum á föstudeginum...
B. í afmæli hjá Anniku Rut á laug.....
K. í fastelavnsfest hjá skátunum á laug....
Mamman í baðhús og ????? með kollegikerlum og fráfluttri kollegikerlu á laug...
Skírn í Roskilde á sunnud..
Fastelavnsfest á Kollegi á sunnud.. ef við náum tilbaka í tíma.

Jebb, margt misskemmtilegt framundan.
Jæja, er að fara með mýsluna í sund, lifið heil.

Ævintýrafararnir.

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

oooo mig langar með....góða skemmtun! dóra

2:20 e.h.  
Blogger Lilja said...

Skemmtileg færsla og sætur grís! er það Huld sem er að koma?
Gangi þér vel á fimmtudaginn :D


...fjölskyldur okkar þurfa greinilega að þola það sama þessa dagana. Urrrrrrrrr, stundum er bara ekki gaman að vera í skóla!

3:30 e.h.  
Blogger AEL said...

Já, Huld er mætt á svæðið.
Takk fyrir það.

7:13 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ,hæ... kvitt.kvitt og gangi þér rosalega vel á fimmtudaginn ;-).. Stefnir í góða helgi hjá ykkur fjölskyldunni ;-) æði.. Kveðja úr snjónum á Selfossi...
Kv. Þórunn Sigþ.

9:39 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hó
Gangi þér ossavel á morgun, þú átt eftir að rúlla þessu upp ekki spurning. Hafið það gott um helgina og góða skemmtun.
Liverpool-kveðjur
Sigga ;-)

11:20 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home