sunnudagur, janúar 13, 2008

Jæja, þá er mamman búin að panta sér flug til Berlínar 7-9 mars þar sem hún ætlar að leika sér með saumóklúbbsmeðlimum og eru þær svo heppnar að fá gistingu hjá Rut, fyrrum saumaklúbbsmeðlim. Mikill spenningur í gangi hjá kvensunum og á eflaust ekki eftir að minnka þegar nær dregur.
Átti ansi fróðlega og skemmtilega síðustu viku í skólanum þar sem ólíkar manneskjur komu og voru með fyrirlestra þ.á.m. fyrrverandi vændiskona sem sagði sögu sína á ansi skemmtilegan hátt, shitt hvað þetta var ótrúlegt, þessi kona byrjaði í vændinu 39 ára og var í sex ár og hennar frásögn var mögnuð, þ.e. mikið ofboðslega getum við mannfólkið verið klikkað.
B. var veik alla síðustu viku, loksins hitalaus um helgina þannig að hún er ekkert búin að fara í skólann á nýju ári, situr nú hérna við hliðina á mér og talar um hvað hún hlakki rosalega til að mæta í skólann og að hún geti bara ekki beðið.
Stóri bróðir hennar verður eflaust feginn því strákarnir (vinir B) eru búnir að spyrja hann á hverjum degi: hvenær kemur Birta? og var hann orðinn ansi þreyttir á þessu.
Nú er ritgerðarmánuður hjá mér þar sem við erum 4 saman að skrifa ritgerð um eitthvað sem tengist samfélaginu og ætlum við að skrifa um ungt fólk og dóp og hvernig dópneysla þess hefur áhrif á heilbrigði þess. Spennandi efni, ætlum að taka viðtöl við ungt fólk , skrifa 12 síðna ritgerð og svo eigum við að framleggja í lok mánaðarins.
Hey, varð að segja ykkur það að ég sá fræga danska persónu í gær, sko þið sem hafið horft á Anna Pihl þá vitið þið hver hann er, ljóshærða löggan sem var svo skotin í Önnu Pihl. Hann var bara á röltinu á Christianshavn, soldið sætur.
Jæja, börnin í rúmið og svo að lesa.
Farvel. Ævintýrafararnir.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

uuu bara stocker a fræga folkid.
List vel a ritgerdarefnid og væri mikid til i ad fa ad lesa afraksturinn thegar thid erud buin med hana.
Bara 53 dagar i berlin :)
Kvedja Fjola

11:01 f.h.  
Blogger elín said...

Jiii ég horfi alltaf á önnu pihl, finnst þetta mjög merkilegt!! Hahha

3:47 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home