Ekki hafa nú tveir síðustu dagar verið eftir plani móðurinnar á heimilinu. Ónei. Í gær átti sem sagt að skrifa ritgerð sem skila átti í dag og AR að fara í myndatöku hjá dagmömmunni.
AR gubbaði nokkrum sinnum í fyrrinótt og um morguninn en mamman dröslaðist nú samt með hann í myndartöku þar sem hann fékkst ekki á nokkurn hátt til að brosa. Gekk nú samt ótrúlega þrátt fyrir hóstaköst og sníderí móðurinnar. Höfðum þetta af mæðginin og skriðum heim aftur til pabba gamla sem hafði komið heim úr vinnu um nóttina nýældur og með hausverk og K. sem hafði ekki farið í skólann vegna hausverks og magaverks. Ha ha, hef nú bara aldrei lent í öðru eins. Náði semsagt ekki að skrifa orð af þessari ritgerð í gær en kláraði hana svo í morgun.
AR fór til dagmömmunnar í morgun útsofinn og hress en hann svaf frá kl. 19 í gærkveldi til 6.30 í morgun. K. fór í skólann og pabbinn í vinnu, sem sagt bara svona sólahringspestir hjá öllum nema mömmunni sem hóstar ennþá eins og gamall Trabant og hljómar eins og Bóbó frændi.
Ætla nú að reyna að drulla mér á eftir með K. í klippingu og svo fer ég út á Kastrup í kvöld á taka á móti Siggu vinkonu sem verður hjá okkur næstu 6 daga og Þórunni vinkonu sem mætir til Köben með vinnufélögum. Ef manni skánar svo eitthvað meira verð ég víst að mæta í skólann á morgun, allaveganna til að skila þessari blessuðu ritgerð.
Já, þá hafið þið það.
Ég gleymdi nú að minnast á það að stóru börnin á heimilinu og pabbinn fara í skátaferð á laugardag fram á sunnudag þar sem þau gista í kofum einhversstaðar hérna í útjaðri Köben. Ég, AR og Sigga hljótum að finna okkur eitthvað að gera, kannski SINGSTARpartý, hver er með??
Hej hej. Ævintýrafararnir.
AR gubbaði nokkrum sinnum í fyrrinótt og um morguninn en mamman dröslaðist nú samt með hann í myndartöku þar sem hann fékkst ekki á nokkurn hátt til að brosa. Gekk nú samt ótrúlega þrátt fyrir hóstaköst og sníderí móðurinnar. Höfðum þetta af mæðginin og skriðum heim aftur til pabba gamla sem hafði komið heim úr vinnu um nóttina nýældur og með hausverk og K. sem hafði ekki farið í skólann vegna hausverks og magaverks. Ha ha, hef nú bara aldrei lent í öðru eins. Náði semsagt ekki að skrifa orð af þessari ritgerð í gær en kláraði hana svo í morgun.
AR fór til dagmömmunnar í morgun útsofinn og hress en hann svaf frá kl. 19 í gærkveldi til 6.30 í morgun. K. fór í skólann og pabbinn í vinnu, sem sagt bara svona sólahringspestir hjá öllum nema mömmunni sem hóstar ennþá eins og gamall Trabant og hljómar eins og Bóbó frændi.
Ætla nú að reyna að drulla mér á eftir með K. í klippingu og svo fer ég út á Kastrup í kvöld á taka á móti Siggu vinkonu sem verður hjá okkur næstu 6 daga og Þórunni vinkonu sem mætir til Köben með vinnufélögum. Ef manni skánar svo eitthvað meira verð ég víst að mæta í skólann á morgun, allaveganna til að skila þessari blessuðu ritgerð.
Já, þá hafið þið það.
Ég gleymdi nú að minnast á það að stóru börnin á heimilinu og pabbinn fara í skátaferð á laugardag fram á sunnudag þar sem þau gista í kofum einhversstaðar hérna í útjaðri Köben. Ég, AR og Sigga hljótum að finna okkur eitthvað að gera, kannski SINGSTARpartý, hver er með??
Hej hej. Ævintýrafararnir.
12 Comments:
Hahahahaaa, ég sit hérna í kasti..."að hljóma eins og Bóbó frændi", bara snilld! :D:D:D
En við höfum greinilega verið heppnar að fara heim áður en pestin lagist yfir ykkur.
Knús og kossar
LL
væri alveg til í party með ykkur, veit ekki með singstar....jú jú ábyggilega á 3 glasi :)
Góða helgi og kveðja til stelpnanna.
Hæ,hæ og takk fyrir síðast ;-)... Ansi lítið sem maður náði að hitta á þig... Hefði viljað getað komið í heimsókn en svona er þetta þegar það fer svona hópur af fólki saman... alltaf eitthvað að snúast og mikið að gera... Náum vonandi að djamma saman í des ;-) þegar þið komið heim..
jæja maður fær nátturulega ekkert að frétta meðan partýuljónin eru upp á sitt besta vonandi eru bara allir hressir og friskir ég þarf að byðja þig auður erla að tyna saman allar myndir af krúttunum þínum allveg frá vöggu til dagssins í dag mig vantar þær mikið haldið áframm að djamma g´óða skemmtun þúsund kossar frá langömmu
Halló
Við erum að koma til DK og hann AG hlakkar svo til að hitta hana Birtu sína. Verður hún eitthvað viðlátin á mánudaginn eftir skóla?
hæhæ
kvitta fyrir innlitið ,
knús á línuna
kv Hjarðabrekkugengið
hæhæ
kvitta fyrir innlitið ,
knús á línuna
kv Hjarðabrekkugengið
Kvitterí kvitt og takk kærlega fyrir mig þetta var bara gaman!!
Hva búið að breyta þessu....ég, Sigga á þetta nafnlausa fyrir ofan, bestu kveðjur!
af hverju heirir maður ekkert frá ykkur í allan þennan tíma eru þið enþá sofandi farið að vakna bara tíu kossar langamma
hæhæ
kvitt kvitt
kv Hjarðabrekkugengið
koma svo!
Skrifa ummæli
<< Home