laugardagur, nóvember 03, 2007







Já þá erum við víst komin heim, svona c.a. fyrir 4 dögum síðan. Þetta var FRÁBÆR ferð, ekkert meira um það að segja. Jú jú kannski aðeins.
Versluðum mikið, sérstaklega í Liverpoolbúðinni og í PRIMARK sem er snilldarbúð.
Drukkum slatta af bjór.
Borðuðum góðan mat.
Sváfum mikið.
Keyrðum um í bus og taxa.
Sáum eitt stk. fótboltaleik sem var mega spennó og endaði 1-1 auðvitað fyrir Liverpool.
Sátum í the KOP sem er lífsreynsla út af fyrir sig.
Lentum í roki og rigningu.
Kærustupöruðumst.
Gerðum misheppnaða tilraun til að skoða Bítlasafnið.
Ferðuðumst með lestarbraki á milli Manchester og Liverpool.
Þetta var semsagt snilldarferð og komum við alveg endurnýjuð og blönk tilbaka.
Hjá Fjólu ömmu og börnunum gékk mjög vel og voru allir sáttir við tilveruna þegar við komum heim.
Nú er bara að fara að safna fyrir næstu ferð.
Helgarkveðjur. Ævintýrafararnir.



9 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

öfund öfund ;-) velkomin heim!!! Ekki leiðinlegt að heyra YNWA live, bara gæsahúð. Þið segið mér alla söguna síðar, hlakka ekki neitt smá til að koma. síjú sún...

10:52 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

jæja englarnir mínir þá er ferðasagan komin á blað mikið er gott að allt gekk upp og allir nutu daganna ég er að fara í qafmælisveislu hjá loga veigari á morgunn með afa og ömmu á borgasandi segi frá því næst langamma og bósi og bryndís

2:35 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Velkomin heim-gaman að sjá hvað þið eruð sæl á svipinn greinilega haft gott af þessari ferð

Bið að heilsa öllum

Erla Jóh og co

2:32 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hæ hæ
þetta hefur verið draumaferð í alla staði það sést nú á ykkur :)
þetta er eitthvað sem maður vonandi á einhvern tíma eftir að upplifa ,
hér eru allir í stuði og biðja að heilsa
kv Hjarðabrekkugengið

12:13 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

úú hvað það hefur verið gaman hjá ykkur. Ég get ekki beðið eftir minni ferð :)
Kv. Fjóla

8:08 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Hæ sæta kærustupar;);)
Gott að þið skemmtuð ykkur vel, það er alveg nauðsynlegt að komast frá börnum og hversdagsleikanum annað slagið og hlaða batteríin bæði fyrir lífið og sambandið.
Við erum einmitt nýkomin frá Amsterdam frá kærustuparaferð:):)
Það verður gaman að sjá ykkur um jólin, Auður sendu mér endilega smá mail, ég er búin að týna mailinu þínu:):)
Kveðja Erla ( Bjössa frænda )

12:45 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Frábært að ferðin hafi verið svona góð hjá ykkur kærustuparinu. Svei mér þá ef það er ekki bara kærustuparasvipur með ykkur svona Liverpool skreytt :)
Kveðja frá Sønderborg, Hafdís

8:09 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Greinilega verið afar skemmtilegt.... maðurinn á myndunum virðist allavega vera í sæluvímu

Védís

9:14 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ooo gaman kv. dora

9:30 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home