Enn ein helgin
Já það er komin enn ein helgin og haustfríinu senn að ljúka.
Stóri strákurinn á heimilinu kemur heim í dag eftir 5 daga fjarveru og hefur eflaust frá mörgu að segja. Höfum ekkert heyrt frá honum sem telst vera gott, mér finnst það reyndar ekkert svo gott en maður vill heldur ekkert vera að hringja og trufla hann.
Það verður fjölmennt hjá okkur í nótt en við fáum tvær skvísur í næturgistingu. Lærke vinkonu og bekkjarsystir hennar B. og Sigríði Telmu, dóttur vinafólks okkar. Það verður eflaust fjör á bænum.
Það er þokkalega orðið kalt hérna í Höfninni, kuldagallar dregnir fram á börnin og dustað rykið af húfum og vettlingum.
Erum að spá í að fara í tívolí á morgun þar sem það er síðasti dagur þar með Halloween þema en einhverra hluta vegna er K. svo heillaður af þessu Halloween dæmi, höfum heyrt að það sé rosalega flott þar núna.
Góða helgi. Ævintýrafararnir.
1 Comments:
Hæ HÆ elskurnar mínar
til hamingju með nýja frændan voða sætur gutti svo þú ert búin að fá nýtt hjól litla dúkkan mín ekki fynnst hjólið þitt sem var tekið í sumar svo ertu búinn að missa tvær frammtennur vonandi verða hinar komnar í staðin áður en þú kemur heim til mín nú kemur fjóla amma á föstudaginn hvað á eg að láta hana koma með kossar langamma
Skrifa ummæli
<< Home