Laugardagur, aftur....
Bara aftur kominn laugardagur og vika frá síðasta bloggi, var hvað tíminn líður hratt. Það er sko búið að vera nóg að gera hjá okkur öllum í vikunni.
Kennara/foreldraviðtal hjá K. þar sem við fengum að vita að honum gengur ágætlega í skólanum, mjög vel í öllu því faglega en athyglina og socialið má bæta og auðvitað er stefnt að því. Þær sögðu að hann ætti fullt erindi í að vera í venjulegum bekk og vorum við rosalega glöð að heyra það. Þann sama dag voru báðir sálfræðingarnir, sem hann er búinn að vera að fara til, í heimsókn í bekknum hans og fylgdust með honum í tvær kennslustundir. Svo nú er það bara að bíða eftir skýrslu frá þeim sem inniheldur lokagreininguna á því sem K.líður af. Erum nátturlega búin að heyra frá lækni að hann hefur Asperger syndrom en það verður gott að fá lokagreiningu því þá getum við fengið aðstoð með hvernig á að fara að þessum málum.
Brjálað að gera í skólanum hjá mömmunni og verður út nóvember. Skilaði ritgerð í naturfag í gær, íþróttapróf og framlæggelse í dönsku í næstu viku og svo vikunni á eftir er próf í musik, verkstæði, drama og socialfagi. Í þeirri sömu viku er svo líka ritgerðarskil í íþróttum. Gaman gaman. Svo rétt fyrir Íslandsför þarf ég að skila inn barnabók eða unglingablaði sem er samið og búið til að mér, það verður nú fróðlegt.
Fékk fréttir í vikunni af því að það fjölgar í Jæjakonuhópnum sem mér finnst alveg frábært, Áslaug Anna og Rán eiga báðar von á sér í apríl með 12 daga millibili, alltaf gaman að fá lítil krútt í heiminn.
Ætlum að skella okkur til Roskílde í dag eftir dansskóla hjá B. Leigjum okkur bíl því við nennum sko ekki að draslast með lest og svo að þurfa að ná síðasta strætó frá þeim kl. 22 í kvöld. Oh hvað ég hlakka til að knúsa litla frænda, hann Benjamín Arnar, og já auðvitað systur hans líka. Ætlum að borða saman og hygge fram eftir kvöldi/nóttu.
Svo magnast nú spennan hér á heimilinu fyrir heimsókn Lilju systir og Magdalenu en þær mæta til Köben á fimmtudag og verða fram á mánudag.
Hej hej í bili. Ævintýrafararnir.
Kennara/foreldraviðtal hjá K. þar sem við fengum að vita að honum gengur ágætlega í skólanum, mjög vel í öllu því faglega en athyglina og socialið má bæta og auðvitað er stefnt að því. Þær sögðu að hann ætti fullt erindi í að vera í venjulegum bekk og vorum við rosalega glöð að heyra það. Þann sama dag voru báðir sálfræðingarnir, sem hann er búinn að vera að fara til, í heimsókn í bekknum hans og fylgdust með honum í tvær kennslustundir. Svo nú er það bara að bíða eftir skýrslu frá þeim sem inniheldur lokagreininguna á því sem K.líður af. Erum nátturlega búin að heyra frá lækni að hann hefur Asperger syndrom en það verður gott að fá lokagreiningu því þá getum við fengið aðstoð með hvernig á að fara að þessum málum.
Brjálað að gera í skólanum hjá mömmunni og verður út nóvember. Skilaði ritgerð í naturfag í gær, íþróttapróf og framlæggelse í dönsku í næstu viku og svo vikunni á eftir er próf í musik, verkstæði, drama og socialfagi. Í þeirri sömu viku er svo líka ritgerðarskil í íþróttum. Gaman gaman. Svo rétt fyrir Íslandsför þarf ég að skila inn barnabók eða unglingablaði sem er samið og búið til að mér, það verður nú fróðlegt.
Fékk fréttir í vikunni af því að það fjölgar í Jæjakonuhópnum sem mér finnst alveg frábært, Áslaug Anna og Rán eiga báðar von á sér í apríl með 12 daga millibili, alltaf gaman að fá lítil krútt í heiminn.
Ætlum að skella okkur til Roskílde í dag eftir dansskóla hjá B. Leigjum okkur bíl því við nennum sko ekki að draslast með lest og svo að þurfa að ná síðasta strætó frá þeim kl. 22 í kvöld. Oh hvað ég hlakka til að knúsa litla frænda, hann Benjamín Arnar, og já auðvitað systur hans líka. Ætlum að borða saman og hygge fram eftir kvöldi/nóttu.
Svo magnast nú spennan hér á heimilinu fyrir heimsókn Lilju systir og Magdalenu en þær mæta til Köben á fimmtudag og verða fram á mánudag.
Hej hej í bili. Ævintýrafararnir.
2 Comments:
Mikið er það gott að heyra að það gengur vel með hann besta frænda :D
Spenningur magnast líka hérna megin og á hverju degi spurt hvenær við förum nú í heimsókn til Birtu stóru frænku.
Brjálað að gera bara.
Kveðja frá Svíaríki
Skrifa ummæli
<< Home